Jóhann Berg: Teljum okkur vera með betra lið en þeir Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 17:00 Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið stefna á sigur á þriðjudaginn gegn Tyrkjum. Leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi 2016. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur og það er alltaf gaman að byrja nýja keppni gegn sterkum andstæðingum. Gott að byrja á heimaleik og við viljum ná í þessi þrjú stig sem í boði eru," sagði Jóhann Berg við Vísi á æfingu í morgun. „Þeir eru með mjög góða vængmenn og bakverðirnir sækja mikið upp. Vinstri kantmaðurinn hjá þeim er þeirra besti leikmaður og þurfum að passa hann vel," sagði Jóhann og átti þar við Arda Turan, leikmann Spánarmeistara Atletico Madrid. „Ég held að flestir þeirra séu að spila í Tyrklandi og liðsheildin skiptir miklu máli. Við teljum okkur vera með betra lið en þeir." „Við erum á heimavelli og viljum ná í sem flest stig á heimavelli og það er mikilvægast í þessu. Það byrjar á þriðjudaginn." Jóhann Berg gekk í raðir Charlton frá AZ Alkmaar í sumar og er Jóhann ánægður með vistaskiptin. „Mér líður mjög vel og er búin að spila alla leikina og það er sem skiptir máli. Maður er í þessu til að spila fótbolta og við erum á mjög fínu róli, ekki enn búnir að tapa leik í deildinni og það er mjög jákvætt," „Þetta er fínn gluggi fyrir mig og gaman að fá að spila hvern leik og hafa gaman að fótboltanum," og aðspurður hvort Charlton myndi spila í úrvalsdeildinni á næsta ári svaraði Jóhann: „Hver veit? Vonandi!" sagði Jóhann brosandi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, vængmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir íslenska liðið stefna á sigur á þriðjudaginn gegn Tyrkjum. Leikurinn er fyrsti leikur í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Frakklandi 2016. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur og það er alltaf gaman að byrja nýja keppni gegn sterkum andstæðingum. Gott að byrja á heimaleik og við viljum ná í þessi þrjú stig sem í boði eru," sagði Jóhann Berg við Vísi á æfingu í morgun. „Þeir eru með mjög góða vængmenn og bakverðirnir sækja mikið upp. Vinstri kantmaðurinn hjá þeim er þeirra besti leikmaður og þurfum að passa hann vel," sagði Jóhann og átti þar við Arda Turan, leikmann Spánarmeistara Atletico Madrid. „Ég held að flestir þeirra séu að spila í Tyrklandi og liðsheildin skiptir miklu máli. Við teljum okkur vera með betra lið en þeir." „Við erum á heimavelli og viljum ná í sem flest stig á heimavelli og það er mikilvægast í þessu. Það byrjar á þriðjudaginn." Jóhann Berg gekk í raðir Charlton frá AZ Alkmaar í sumar og er Jóhann ánægður með vistaskiptin. „Mér líður mjög vel og er búin að spila alla leikina og það er sem skiptir máli. Maður er í þessu til að spila fótbolta og við erum á mjög fínu róli, ekki enn búnir að tapa leik í deildinni og það er mjög jákvætt," „Þetta er fínn gluggi fyrir mig og gaman að fá að spila hvern leik og hafa gaman að fótboltanum," og aðspurður hvort Charlton myndi spila í úrvalsdeildinni á næsta ári svaraði Jóhann: „Hver veit? Vonandi!" sagði Jóhann brosandi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira