Stærsta jarðsig síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 12:42 Vísir/GVA Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Bárðarbunga Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Bárðarbunga Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira