Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 12:30 Viðar fagnar marki með Vålerenga. Mynd/Vålerenga Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira