Stærra en Etna og einstakt myndefni Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2014 19:15 Fréttakona frá Ítalíu, sem sérstaklega kom til Íslands til að fjalla um eldsumbrotin, segir myndefnið einstakt, - og þetta sé stærra gos en hún hafi séð í Etnu. Ítölsku fréttamennirnir Oriana Boselli og Stefano De Nicolo voru, ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 og RÚV, í fyrsta fjölmiðlahópnum sem kom að sprungunni fyrst eftir litla gosið aðfararnótt föstudags. Tíu klukkustundum síðar breyttist þessi sami staður í logandi hraungjá, - Ítalirnir hafa líka flogið yfir og senda stöðugt nýjar fréttir til baka til eins stærsta dagblaðs Ítalíu, Corriere Della Sera, og sjónvarpsnetmiðilsins Youreporter.it. Oriana Boselli, sem kom til Íslands fyrir tíu dögum, segir Ítali afar áhugasama um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. „Á Ítalíu eru líka fjölmörg eldfjöll,” segir hún í samtali við Stöð 2. Við höfum einnig frétt af breskum, þýskum, svissneskum og hollenskum fréttamönnum á svæðinu en af útlendingunum eru sennilega þeir ítölsku sem mesta reynslu hafa af eldgosum. Og þau eru hæstánægð með myndefnið. „Við höfum náð miklu af ótrúlegu myndefni. Þetta er alveg einstakt myndefni,” segir Oriana Boselli. Ítalir fá oft eldgos, eyjan Stromboli gaus í sumar, og Etna gýs reglulega, en Oriana fylgdist einmitt með gosi í Etnu í fyrra. -En hvernig er þetta gos í samanburði við Etnu? „Þetta var það stærsta,“ svaraði Oriana. Bárðarbunga Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fréttakona frá Ítalíu, sem sérstaklega kom til Íslands til að fjalla um eldsumbrotin, segir myndefnið einstakt, - og þetta sé stærra gos en hún hafi séð í Etnu. Ítölsku fréttamennirnir Oriana Boselli og Stefano De Nicolo voru, ásamt fréttamönnum Stöðvar 2 og RÚV, í fyrsta fjölmiðlahópnum sem kom að sprungunni fyrst eftir litla gosið aðfararnótt föstudags. Tíu klukkustundum síðar breyttist þessi sami staður í logandi hraungjá, - Ítalirnir hafa líka flogið yfir og senda stöðugt nýjar fréttir til baka til eins stærsta dagblaðs Ítalíu, Corriere Della Sera, og sjónvarpsnetmiðilsins Youreporter.it. Oriana Boselli, sem kom til Íslands fyrir tíu dögum, segir Ítali afar áhugasama um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. „Á Ítalíu eru líka fjölmörg eldfjöll,” segir hún í samtali við Stöð 2. Við höfum einnig frétt af breskum, þýskum, svissneskum og hollenskum fréttamönnum á svæðinu en af útlendingunum eru sennilega þeir ítölsku sem mesta reynslu hafa af eldgosum. Og þau eru hæstánægð með myndefnið. „Við höfum náð miklu af ótrúlegu myndefni. Þetta er alveg einstakt myndefni,” segir Oriana Boselli. Ítalir fá oft eldgos, eyjan Stromboli gaus í sumar, og Etna gýs reglulega, en Oriana fylgdist einmitt með gosi í Etnu í fyrra. -En hvernig er þetta gos í samanburði við Etnu? „Þetta var það stærsta,“ svaraði Oriana.
Bárðarbunga Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira