Fótbolti

Sanogo skaut Frakklandi í umspil

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Yaya Sanogo í leik með Arsenal um síðustu helgi.
Yaya Sanogo í leik með Arsenal um síðustu helgi. Vísir/getty
Yaya Sanogo, leikmaður Arsenal, skoraði tvennu í öruggum 5-1 sigri U-21 landsliðs Frakklands á Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins.

Með sigrinum tryggði Frakkland sér sæti í umspili um sæti á Evrópumótinu með 21 stig eftir sjö leiki en Ísland er í öðru sæti með 15 stig eftir sjö leiki.

Ísland mætir Frakklandi ytra á mánudaginn næsta í lokaleik riðilsins og þurfa strákarnir líklegast að næla í að minnsta kosti stig gegn ógnarsterku liði Frakklands á Stade Abbé-Deschamps í Auxerre.

Það gæti þó hjálpað íslenska liðinu að Frakkland sé þegar búið að tryggja sæti sitt á lokakeppninni en Willy Sagnol, þjálfari franska liðsins, gæti gefið yngri leikmönnum tækifæri í leiknum á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×