Eins og 1400 fótboltavellir: Engin ummerki þess að gosið sé í rénun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2014 13:31 Eins og sjá má stækkar hraunið ört. Klukkan átta í morgun náði það yfir 11 km2 sem samsvarar drjúgum hluta af Reykjavík. Vísir/Loftmyndir/NASA Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá um klukkan 8 í morgun er að útbreiðsla hraunsins sé um 11 km2 sem jafngildir rúmlega 1400 knattspyrnuvöllum (110x70 metrar). Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Stærstu skjálftar síðan á miðnætti eru fjórir, 4-5 að stærð, allir í Bárðarbunguöskjunni. Alls um 180 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, flestir á svæðinu við jaðar Dyngjujökuls. Sá stærsti var 4,8 að stærð. Órói sem sást á mælum í gær dó út í gærkvöldi og byrjaði aftur í morgun en er mun minni en í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan þessi órói kemur en hugsanlegt er að kvika hafi komist í snertingu við vatn. Ekki eru merki um gos undir Dyngjujökli. Engar augljósar breytingar eru á leiðni eða vatnsflæði í ám. Í yfirlitsflugi TF-SIF var ekki að merkja aukið vatnsflæði á eða frá jöklinum. Breytingar sáust heldur ekki á sprungum. Ratsjármyndir sýna engar breytingar.Eldgosið í gærkvöldi.Vísir/AuðunnGPS-mælingar síðustu 24 klukkustundir sýna að hægt hefur á hreyfingum. Færslur á stöðvum norðan Vatnajökuls benda þó til rúmmálsaukingar í ganginum. Ekki sjást verulegar breytingar á stöðvum í nágrenni Bárðarbungu. Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Mælanlegt öskufall er ekkert. Brennisteinstvíildi mælist í kringum eldstöðina. Gufuský lagði undan vindi í gær en er kyrrstætt í dag þar sem lygnt er á svæðinu. Magn brennisteinstvíildis í gufunni á fjarlægari mælistöðvum nokkuð undir öryggismörkum og telst ekki hættulegt. Búast má við hærri gildum í dag nær eldstöðvunum þar sem lyngt er. Vindur mun snúast til norðurs og gufuna leggur þá til suðurs. Hæð skýsins er um 6 km.Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir gosið í gærkvöldi.Vísir/Auðunn Bárðarbunga Tengdar fréttir Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20 Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gos er enn í gangi í Holuhrauni og ekkert bendir til þess að það sé í rénun. Hraunið rennur aðallega til ANA og hefur lengst töluvert síðan í gær. Bráðabirgðamat frá um klukkan 8 í morgun er að útbreiðsla hraunsins sé um 11 km2 sem jafngildir rúmlega 1400 knattspyrnuvöllum (110x70 metrar). Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Stærstu skjálftar síðan á miðnætti eru fjórir, 4-5 að stærð, allir í Bárðarbunguöskjunni. Alls um 180 skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti, flestir á svæðinu við jaðar Dyngjujökuls. Sá stærsti var 4,8 að stærð. Órói sem sást á mælum í gær dó út í gærkvöldi og byrjaði aftur í morgun en er mun minni en í gær. Ekki hefur verið staðfest hvaðan þessi órói kemur en hugsanlegt er að kvika hafi komist í snertingu við vatn. Ekki eru merki um gos undir Dyngjujökli. Engar augljósar breytingar eru á leiðni eða vatnsflæði í ám. Í yfirlitsflugi TF-SIF var ekki að merkja aukið vatnsflæði á eða frá jöklinum. Breytingar sáust heldur ekki á sprungum. Ratsjármyndir sýna engar breytingar.Eldgosið í gærkvöldi.Vísir/AuðunnGPS-mælingar síðustu 24 klukkustundir sýna að hægt hefur á hreyfingum. Færslur á stöðvum norðan Vatnajökuls benda þó til rúmmálsaukingar í ganginum. Ekki sjást verulegar breytingar á stöðvum í nágrenni Bárðarbungu. Engar tilkynningar um öskufall hafa borist. Mælanlegt öskufall er ekkert. Brennisteinstvíildi mælist í kringum eldstöðina. Gufuský lagði undan vindi í gær en er kyrrstætt í dag þar sem lygnt er á svæðinu. Magn brennisteinstvíildis í gufunni á fjarlægari mælistöðvum nokkuð undir öryggismörkum og telst ekki hættulegt. Búast má við hærri gildum í dag nær eldstöðvunum þar sem lyngt er. Vindur mun snúast til norðurs og gufuna leggur þá til suðurs. Hæð skýsins er um 6 km.Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, flaug yfir gosið í gærkvöldi.Vísir/Auðunn
Bárðarbunga Tengdar fréttir Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20 Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Spáir margra ára hræringum Elfjallafræðingur spáir því að eldsumbrot muni standa yfir í mörg ár og að þau muni klárlega ná undir jökulinn. 4. september 2014 10:18
Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16
Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33
Aflétta lokun í Holuhrauni Lögreglustjórinn á Húsavík, í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta innri lokun í Holuhrauni og munu vísindamenn og fjölmiðlar á svæðinu geta farið aftur að gosstöðvunum. 4. september 2014 09:20
Dregur úr óróa á gosstað Stærsti skjálfti næturinnar mældist 4,8 stig að stærð og reið hann yfir rétt fyrir klukkan fjögur nyrst í Bárðarbunguöskju. 4. september 2014 06:52
Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11