Tróð saur upp í samfanga sinn: „Ég skal ganga frá þér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 16:36 Litla-hraun. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri Kolbeinssyni, sem ákærður er fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn í fangelsinu við Litla-Hraun í maí á síðasta ári, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik. Hann segir sér hafa borist hótanir frá Baldri eftir árásina. „Baldur kom til mín og spurði hvort ég ætlaði að draga kæruna til baka. Ég sagðist ekki vera búinn að ákveða það. Þá sagði hann: „Ef þú dregur ekki kæruna til baka þá skal ég sjá til þess að þú fáir ekkert út úr málinu og ég skal ganga frá þér. Hvort sem það er ég eða einhver annar“. Ég lét fangaverðina vita því þetta var hótun,“ segir hann og bætir við: „Ég er dæmdur kynferðisbrotamaður og við verðum fyrir miklu aðkasti. Ég hef ekki átt í neinum samskiptum við Baldur en hann sagði við mig: „Hvenær ætlaru að hengja þig? Hvenær ætlaru að hengja þig?“ Fangavörður sagði í vitnaleiðslum í dag að kynferðisbrotamenn í fangelsinu yrðu oft fyrir miklu aðkasti og því þyrfti að fylgjast sérstaklega með þeim. Þegar árásin hafi átt sér stað hafi ekkert óeðlilegt verið í gangi, báðir hefðu þeir setið á sitthvorum bekknum án nokkurra orðaskipta. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri. Ríkissaksóknari höfðar nú mál gegn honum vegna árásar á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, í september á síðasta ári og vegna innbrots í heimahús í Kópavogi í febrúar síðastliðnum.
Fangelsismál Tengdar fréttir Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05