Öskjuhrun í Bárðarbungu er möguleiki Svavar Hávarðsson skrifar 16. september 2014 07:00 Brennisteinsmengun frá gosinu gerir fólki lífið leitt á Norður- og Austurlandi. Mengunin er margföld við það sem áður þekktist. Fréttablaðið/Egill Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst. Bárðarbunga Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Þrátt fyrir að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun er ekkert sem bendir til þess að það eigi að öðru leyti við um jarðhræringar í og við Vatnajökul. Þvert á móti má búast við að sprungan í Holuhrauni opnist fljótlega aftur, eða að eldvirkni hefjist á öðrum stað. Sigið í Bárðarbungu gæti án fyrirvara orðið margfalt meira en það er í dag. Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur, segir það miklu líklegra en hitt, að umbrotin muni halda áfram í einhvern tíma eftir að Holuhraunsgosið lognast út af, sem virðist aðeins dagaspursmál. „Hvar gýs þá, næst ganginum, er ekki hægt að segja til um. Haldi óróleikinn í Bárðarbungu áfram og til dæmis sig í öskjunni getur þar komið upp gos en engin leið til að segja hvar, eða hvenær eða hversu stórt,“ segir Ari Trausti sem útskýrir að þegar „litið er til gangsins, stærðar hans og kvikumagns, til þess hve hraustlegt hraunrennslið hefur verið í Holuhrauni og loks til látanna í Bárðarbungu, er líklegra en ekki að umbrothrinunni ljúki ekki þegar það slokknar á þeim gígum sem nú eru virkir.“ Undir þetta sjónarmið tekur Ágúst Guðmundsson, prófessors við jarðvísindadeild Lundúnaháskóla. „Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni varðandi framhaldið. Ef sigið tengist beint grunnstæða kvikuhólfinu undir Bárðarbungu þá getur það varla haldið áfram miklu lengur án þess að raunverulegt öskjusig verði. Með því á ég við snögga færslu um nokkur hundruð metra á hringsprungu Bárðarbungu. Slíkar færslur er það sem við eigum venjulega við með öskjusigi, sem mætti ef til vill betur kalla öskjuhrun sem er svo sannarlega enn inni í myndinni,“ segir Ágúst sem bætir við að slíkt öskjuhrun, þótt það yrði nokkur hundruð metrar, myndi ekki endilega leiða af sér stórt gos. Ágúst segir að hrun öskjunnar gæti ýtt út kviku frá hólfinu út í bergganginn, og aukið þrýsting í honum. Slíkt gæti leitt til meiri krafts í gosinu norðan við Dyngjujökul, en gæti allt eins leitt til þess að nýjar gossprungur myndu opnast. „Allar breytingar í stærð og kvikuþrýstingi inni í meginganginum breyta spennusviðinu á stóru svæði kringum hann, einkum að því er varðar spennusöfnun eða mögnun við eldfjöll í grenndinni með ófyrirsjáanlegum atburðum,“ segir Ágúst.
Bárðarbunga Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira