Formaður stjórnarskrárnefndar hættir störfum Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 20:02 Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Fráfarandi formaður stjórnarskrárnefndar telur ólíklegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili enda sé ekki þörf á að gera miklar breytingar á henni. Þó megi hugsanlega setja inn ákvæði um framsal fullveldis til erlendra stofnana og skýra ákvæði um embætti forseta Íslands. Stjórnarskrármálið reyndist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur erfitt. Þó var komist að samkomulagi á lokametrum í líftíma þeirrar stjórnar að setja á stofn nýja stjórnarskrárnefnd sem enn er að störfum, en nú hefur Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður nefndarinnar ákveðið að láta af störfum. „Ég hef bara svo margt annað að gera. Mér fannst þarna komið að tímamörkum. Við höfum skilað skýrslu og þá séu svona hæfileg skil og þetta er allt í góðu,“ segir Sigurður. Sigurður telur ekki miklar líkur á að núverandi stjórnarmeirihluti beiti sér fyrir miklum breytingum á stjórnarskrá og sjálfur er hann talsmaður þess að breyta sem minnstu. „Vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar. Þess vegna séu tíðar breytingar óheppilegar fyrir allt stjórnarfar í landinu. Þarna lít ég oft til stjórnarskrár Noregs sem er frá 1814 og ekki síður til stjórnarskrár Bandaríkjanna sem er frá 1783. Auðvitað hefur þeim verið breytt en stofninn er óbreyttur,“ segir lögspekingurinn. Hins vegar þýði það ekki að ekki megi endurskoða einstök ákvæði stjórnarskrárinnar eða gera við hana viðauka eins og Bandaríkjamenn hafi gert hjá sér.Til dæmis varðandi framsal valds til erlendra stofnana?„Já, já. Það er nauðsynlegt. Það hafa Norðmenn gert og ég tel nauðsynlegt að setja slíkt ákvæði. Setja einhvern ramma utanum það, að menn geti ekki alveg haft það eins og þeim sýnist. Þá er leiðin einfaldlega sú að semja nýtt ákvæði sem viðauka við stjórnarskrána,“ segir Sigurður. Þá þurfi einnig að huga að ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta Íslands sem séu fjarri öllum raunveruleika í dag.Við höfum haft atkvæðamikinn forseta eins og þú orðar það. Ef við hefðum annan forseta sem yrði jafnvel enn atkvæðameiri gæti hann túlkað stjórnarskrána svolítið vítt?„Já, hann gæti það. Hann gæti efnt til eða komið af stað vandamálum. Efnt til vandræða ef hann væri of atkvæðamikill en ég er ekki að segja að núverandi forseti hafi gert neitt slíkt svo ég viti til,“ segir Sigurður Líndal.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira