Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:08 Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is Bárðarbunga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is
Bárðarbunga Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira