Fjölbreyttara atvinnulíf Árni Páll Árnason skrifar 10. september 2014 10:05 Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta mál Samfylkingarinnar nú við upphaf þingvetrar er að efla stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði. Við leggjum til aðgerðir sem miða að því að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulíf á Íslandi og búa til vellaunuð störf um allt land. Helsti vandi íslensks efnahagslífs nú er kyrrstaðan og einangrunin sem leiðir af höftum og veikum gjaldmiðli. Áhersla núverandi ríkisstjórnar hefur verið á að draga til baka margháttað frumkvæði ríkisstjórnar jafnaðarmanna í uppbyggingu stoðkerfis tækni- og atvinnuþróunar. Þess vegna er brýn þörf á að snúa vörn í sókn.Betra skattaumhverfi Við leggjum til breytingar á skattaumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þeirra einstaklinga sem fjárfesta í þeim. Veita á skattaafslátt til einstaklinga sem fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvort sem það er með beinni fjárfestingu eða sjóðum sem sérhæfa sig í því. Þá leggjum við til að lækkun tryggingargjalds verði sett í forgang, enda leggst það á launakostnað. Hann er hlutfallslega þyngstur hjá þekkingar- og nýsköpunarfyrirtækjum og lækkun hans auðveldar fyrirtækjum að hækka laun og fjölga starfsfólki.Auka á nýfjárfestingar Við viljum veita lífeyrissjóðum auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Hagsmunir lífeyrissjóðanna sem búa við takmarkaða fjárfestingakosti vegna hafta og fjölda tækni- og hugverkafyrirtækja í vexti þarfnast fjármagns. Við viljum beita sértækum ívilnunum vegna nýfjárfestinga sem miða að því að auka fjárfestingar í rannsóknar- og þróunarverkefnum og þjálfun starfsfólks. Fela á Íslandsstofu að markaðssetja og kynna slíkar ívilnanir, hér á landi og erlendis, í samráði við Samtök iðnaðarins. Ný ríkisstjórn lét illu heilli lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga renna út í lok síðasta árs, en boðar nú bót og betrun. Byggja þarf upp upplýsingaveitu um þau tækni- og hugverkafyrirtæki sem leita fjárfesta í samstarfi nokkurra aðila, m.a. fjárfestingasviðs Íslandsstofu og nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þær aðstæður hafa skapast hér eftir hrun að fjármagn leitar í einsleita ávöxtunarkosti og þess vegna mikilvægt að kynna vel kosti fjárfestingar í minni fyrirtækjum og ívilnanir sem þeim fylgja. Við viljum að grænn fjárfestingasjóður verði starfræktur sem styður við uppbyggingu græns hagkerfis. Þar verði áhersla á fjárfestingar í tækni- og hugverkafyrirtækjum á sviði umhverfistækni og vistvænna lausna.Efling verk- og tæknináms Efla þarf verk- og tækninám til að svara eftirspurn atvinnulífsins eftir starfskröftum með slíka menntun. Við unnum stórvirki í tíð síðustu ríkisstjórnar við að koma ungu atvinnulausu fólki til þjálfunar og náms. Þau verkefni hafa nú öll verið slegin af. Gera þarf aðgerðaráætlun um eflingu verk- og tæknináms á Íslandi sem hefur það markmið að fjölga nemendum sem stunda verk- og tækninám. Auka þarf fjárframlög til málaflokksins á öllum skólastigum, rannsaka þarfir atvinnulífsins, þróa nýjar námsleiðir og auka vægi verk- og tæknigreina í grunnskólum. Á Tækni- og hugverkaþingi árið 2013 hlutu þessar tillögur Samfylkingarinnar 1., 2. og 3. verðlaun þegar stjórnmálaflokkarnir kepptu nafnlaust um hylli gesta. Þingmenn Samfylkingarinnar munu áfram vinna að þessum tillögum strax nú á haustdögum við fjárlagagerð og umræður um hvítbók menntamálaráðherra um umbætur í menntakerfinu. Til þess munum við þurfa stuðning atvinnulífsins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun