Innlent

Fimmtíu skjálftar í nótt

Órói hefur verið lágur og stöðugur í nótt eins og síðustu daga.
Órói hefur verið lágur og stöðugur í nótt eins og síðustu daga. visir/egill
Hátt í 50 jarðskjálftar mældust á umbrotasvæðinu við Bárðarbungu í nótt.

Skjálftavirknin er ennþá að mestu bundin við Bárðarbungu sjálfa og norðurenda gangsins við jaðar Dyngjujökuls. Enn mælast skjálftar við Herðubreiðartögl en heldur færri en síðustu sólarhringa, að því er segir í skeyti frá Veðurstofunni.

Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálfsex við norðanverða Bárðarbungu og var hann um 5.5 stig að stærð. Órói hefur verið lágur og stöðugur í nótt eins og síðustu daga.

Uppfært klukkan 9:30

Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 4.9 stig að stærð. Frekari mælingar benda til þess að hann hafi verið 5.5 stig að stærð samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×