Perravaktin vill elta nafnlaus ógeð á netinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 09:21 Búið er að stofna til hóps sem kallar sig Perravaktina, sem vill hafa hendur í hári perverta á netinu. visir/gva „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
„Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Knúz birti nú nýverið. Þar eru boðaðar aðgerðir gegn þeim nafnleysingjum sem fara um á netinu í leit að myndum af klæðalausum íslenskum konum og börnum. Í greininni, en höfundar óska nafnleyndar, birtist það sjónarhorn að lögreglan sé „gagnslaus í þeim málum, svona eins og í öðrum kynferðisafbrotamálum.“ Ekki kemur fram til hvers konar aðgerða aðstandendur Perravaktarinnar hyggjast grípa en þar kemur fram sú skoðun að ömurlegt sé að „þetta fólk geti ávallt komist upp með verknaðinn, án þess að nokkurn tíma þurfa að standa frammi fyrir afleiðingum gjörða sinna. Margar svona síður hafa komið upp í gegnum tíðina (t.d. Ringulreið og Slembingur), og eina ráðið virðist vera að loka síðunum eða fylla þær af einhverju (flooda). Það hefur enginn verið viljugur til að benda á gerendur og upplýsa hverjir þeir eru, og lögreglan virðist ekkert vera á hraðferð til að taka á þessu. Allir vita að skömmun er góð forvörn. Það á ekki að þurfa að kenna stúlkum að taka ekki myndir af sér, það þarf að kenna fólki að deila þeim ekki á alnetið í óleyfi.“ Kveikja Perravaktarinnar varð þegar aðstandendur uppgötvuðu síðu sem virðist hafa það eitt að markmiði að óska eftir og deila myndum af stúlkum undir 18 ára aldri. „Það þarf ekki langan tíma á þessari síðu til að verða viti sínu fjær af bræði, en eftir litla leit sér maður að sumir eru ekki bara ógeð, þeir eru líka heimsk ógeð. Það eru nefnilega margir sem deila notendanöfnum á t.d. skype og snapchat, og jafnvel setja inn tölvupóstföng til að fá rúnkefnið sem hraðast, og þótt eitthvað leiðir á blindgötur eru mörg sem eru raunveruleg og innihalda raunverulegar upplýsingar um fólk. Nöfn t.d. Eitthvað af þessu er auðkennanlegt fólki sem kannast við þessa menn og hefur átt við þá samskipti, og vonin er að einhver sé tilbúin að benda á gerandann með þessar upplýsingar að vopni.“ Í lok pistils kemur fram að senda megi Perravaktinni efni, spurningar og upplýsingar í gegnum perravaktin.tumblr.com eða senda tölvupóst á perravaktin@gmail.com. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af aðstandendum síðunnar sem eru, eins og áður sagði, nafnlausir.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira