Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 28. september 2014 19:32 Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun