Evrópumenn hafa tryggt sér Ryder-bikarinn í þriðja sinn í röð Kári Örn Hinriksson skrifar 28. september 2014 11:53 Jack Nicklaus óskar Rory McIlroy góðs gengis. vísir/getty Evrópuliðið hefur tryggt sér sigur í Ryder-Bikarnum sem fram fer á Gleneagles en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa sigrar þessa sögufrægu keppni. Vísir var með beina textalýsingu frá lokahringnum og hana má sjá hér fyrir neðan.16:45, Ryder-bikarnum á Gleneagles er formlega lokið, Zach Johnson og Victor Dubuisson hafa klárað leikinn sinn og deildu stiginu. McIlroy og félagar hans í Evrópuliðinu fagna innilega á 18 flötinni og kampavínið flæðir út um allt. Lokastaðan: Evrópa 16,5 - Bandaríkin 11.5.16:25, Sir Alex Ferguson hefur fylgt Evrópuliðinu eftir alla helgina, hann er í miklu stuði á Gleneagles, faðmar mann og annan og verður eflaust boðið í sigurveisluna í kvöld.16:05, Þetta er ekki búið að vera besti Ryder-bikar sem Ian Poulter hefur leikið í en hann nær að jafna leikinn við Webb Simpson á 18. holu með góðum fugli, þeir skipta með sér stiginu. Á meðan klárar Jimmy Walker leik sinn við Lee Westwood á 16. holu. Aðeins einn leikur er eftir úti á velli og það eru þeir Victor Dubuisson og Zach Johnson, þar er allt jafnt eftir 15 holur.15:55, Sergio Garcia bætir enn einu stiginu við hjá Evrópu en hann sigraði Jim Furyk í mögnuðum leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Þessir tveir buðu upp á fuglasýningu í allan dag.15:42, Skilaboð Paul McGinley til liðsmanna sinna í morgun var einfaldlega að njóta þess að spila í þessu sögufræga móti. Jamie Donaldson gefur honum rembingskoss við mikinn fögnuð viðstaddra í miðju sjónvarpsviðtali. Miguel Angel Jimenez hefur tekið upp sigurvindil og áhorfendur syngja hástöfum. Það er alvöru stemning á Gleneagles þessa stundina.15:35, Jamie Donaldson tryggir Evrópumönnum sigur með glæsibrag. Setur rúmlega 180 metra högg beint upp að stöng á 15. holu og Keegan Bradley getur ekkert gert og gefur honum hreinlega púttið. Gríðarlegur fögnuður brýst út og Donaldson er fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum sem hafa lokið leik í dag. Enn eru þó nokkrir leikir eftir.15:03, Hver nær í sigurstigið fyrir Evrópu? Jamie Donaldson er líklegur enda á hann fjórar holur á Keegan Bradley eftir 12 holur.14:56, allt að gerast! Phil Mickelson klárar Stephen Gallacher á 17. holu á meðan að Matt Kuchar ber sigurorð af Thomas Björn á 15. holu. Tvö stig fyrir Bandaríkin en Martin Kaymer svarar fyrir Evrópu og vippar ofan í af löngu færi til þess að tryggja sér sigur á Bubba Watson. Justin Rose og Hunter Mahan deildu síðan stigi eftir að Rose fékk fugl á lokaholuna. Núna þurfa Evrópumenn aðeins eitt stig í viðbót til þess að halda Ryder-bikarnum.14:38, Patrick Reed klórar í bakkann fyrir Bandaríkjamenn, sigrar Henrik Stenson á 18. holu eftir að hafa fengið fugl, Stenson missti rúmlega meters pútt til þess að jafna Reed og vonbrigðin leyna sér ekki. Reed hefur staðið sig frábærlega í sínum fyrsta Ryder-Bikar og nælt í þrjú stig fyrir sitt lið.14:16, Graeme McDowell lagði Jordan Spieth á 17. holu í mögnuðum leik. Spieth hóf leikinn af krafti og virtist ætla að stinga Norður-Írann af en McDowell kom sterkur til baka þegar að leið á hringinn. Núna þurfa Evrópumenn aðeins tvö og hálf stig til þess að halda Ryder-bikarnum.13:54, Rory McIlroy nælir í fyrsta stig Evrópu í dag en hann spilaði stórkostlegt golf gegn Rickie Fowler. McIlroy fékk sjö fugla og einn örn á 14 holum og sá Fowler því aldrei til sólar. Nú þarf Evrópuliðið aðeins þrjú og hálft stig úr þeim 11 leikjum sem eru eftir til þess að tryggja sér titilinn. Hér að neðan má sjá stöðuna í einstökum leikjum.Evrópa 16.5 - Bandaríkin 11.5 (15) McDowell gegn Spieth, McDowell sigraði á 17. holu, 2/1 (18) Stenson gegn Reed, Reed sigraði á 18. holu, 1/0 (14) McIlroy gegn Fowler, McIlroy sigraði á 14. holu, 5/4. (18) Rose gegn Mahan, Leikurinn endaði jafn (17) Gallacher gegn Mickelson, Mickelson sigraði á 17. holu, 3/1 (15) Kaymer gegn Watson, Kaymer sigraði á 16. holu, 4/2 (14) Bjorn gegn Kuchar, Kuchar sigraði á 15. holu, 4/3 (18) Garcia gegn Furyk, Garcia sigraði á 18 holu, 1/0 (17) Poulter gegn Simpson, Leikurinn endaði jafn (14) Donaldson gegn Bradley, Donaldson sigraði á 15. holu, 5/3 (16) Westwood gegn Walker, Walker sigraði á 16. holu, 3/2 (17) Dubuisson gegn Johnson, Leikurinn endaði jafn Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Evrópuliðið hefur tryggt sér sigur í Ryder-Bikarnum sem fram fer á Gleneagles en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa sigrar þessa sögufrægu keppni. Vísir var með beina textalýsingu frá lokahringnum og hana má sjá hér fyrir neðan.16:45, Ryder-bikarnum á Gleneagles er formlega lokið, Zach Johnson og Victor Dubuisson hafa klárað leikinn sinn og deildu stiginu. McIlroy og félagar hans í Evrópuliðinu fagna innilega á 18 flötinni og kampavínið flæðir út um allt. Lokastaðan: Evrópa 16,5 - Bandaríkin 11.5.16:25, Sir Alex Ferguson hefur fylgt Evrópuliðinu eftir alla helgina, hann er í miklu stuði á Gleneagles, faðmar mann og annan og verður eflaust boðið í sigurveisluna í kvöld.16:05, Þetta er ekki búið að vera besti Ryder-bikar sem Ian Poulter hefur leikið í en hann nær að jafna leikinn við Webb Simpson á 18. holu með góðum fugli, þeir skipta með sér stiginu. Á meðan klárar Jimmy Walker leik sinn við Lee Westwood á 16. holu. Aðeins einn leikur er eftir úti á velli og það eru þeir Victor Dubuisson og Zach Johnson, þar er allt jafnt eftir 15 holur.15:55, Sergio Garcia bætir enn einu stiginu við hjá Evrópu en hann sigraði Jim Furyk í mögnuðum leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Þessir tveir buðu upp á fuglasýningu í allan dag.15:42, Skilaboð Paul McGinley til liðsmanna sinna í morgun var einfaldlega að njóta þess að spila í þessu sögufræga móti. Jamie Donaldson gefur honum rembingskoss við mikinn fögnuð viðstaddra í miðju sjónvarpsviðtali. Miguel Angel Jimenez hefur tekið upp sigurvindil og áhorfendur syngja hástöfum. Það er alvöru stemning á Gleneagles þessa stundina.15:35, Jamie Donaldson tryggir Evrópumönnum sigur með glæsibrag. Setur rúmlega 180 metra högg beint upp að stöng á 15. holu og Keegan Bradley getur ekkert gert og gefur honum hreinlega púttið. Gríðarlegur fögnuður brýst út og Donaldson er fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum sem hafa lokið leik í dag. Enn eru þó nokkrir leikir eftir.15:03, Hver nær í sigurstigið fyrir Evrópu? Jamie Donaldson er líklegur enda á hann fjórar holur á Keegan Bradley eftir 12 holur.14:56, allt að gerast! Phil Mickelson klárar Stephen Gallacher á 17. holu á meðan að Matt Kuchar ber sigurorð af Thomas Björn á 15. holu. Tvö stig fyrir Bandaríkin en Martin Kaymer svarar fyrir Evrópu og vippar ofan í af löngu færi til þess að tryggja sér sigur á Bubba Watson. Justin Rose og Hunter Mahan deildu síðan stigi eftir að Rose fékk fugl á lokaholuna. Núna þurfa Evrópumenn aðeins eitt stig í viðbót til þess að halda Ryder-bikarnum.14:38, Patrick Reed klórar í bakkann fyrir Bandaríkjamenn, sigrar Henrik Stenson á 18. holu eftir að hafa fengið fugl, Stenson missti rúmlega meters pútt til þess að jafna Reed og vonbrigðin leyna sér ekki. Reed hefur staðið sig frábærlega í sínum fyrsta Ryder-Bikar og nælt í þrjú stig fyrir sitt lið.14:16, Graeme McDowell lagði Jordan Spieth á 17. holu í mögnuðum leik. Spieth hóf leikinn af krafti og virtist ætla að stinga Norður-Írann af en McDowell kom sterkur til baka þegar að leið á hringinn. Núna þurfa Evrópumenn aðeins tvö og hálf stig til þess að halda Ryder-bikarnum.13:54, Rory McIlroy nælir í fyrsta stig Evrópu í dag en hann spilaði stórkostlegt golf gegn Rickie Fowler. McIlroy fékk sjö fugla og einn örn á 14 holum og sá Fowler því aldrei til sólar. Nú þarf Evrópuliðið aðeins þrjú og hálft stig úr þeim 11 leikjum sem eru eftir til þess að tryggja sér titilinn. Hér að neðan má sjá stöðuna í einstökum leikjum.Evrópa 16.5 - Bandaríkin 11.5 (15) McDowell gegn Spieth, McDowell sigraði á 17. holu, 2/1 (18) Stenson gegn Reed, Reed sigraði á 18. holu, 1/0 (14) McIlroy gegn Fowler, McIlroy sigraði á 14. holu, 5/4. (18) Rose gegn Mahan, Leikurinn endaði jafn (17) Gallacher gegn Mickelson, Mickelson sigraði á 17. holu, 3/1 (15) Kaymer gegn Watson, Kaymer sigraði á 16. holu, 4/2 (14) Bjorn gegn Kuchar, Kuchar sigraði á 15. holu, 4/3 (18) Garcia gegn Furyk, Garcia sigraði á 18 holu, 1/0 (17) Poulter gegn Simpson, Leikurinn endaði jafn (14) Donaldson gegn Bradley, Donaldson sigraði á 15. holu, 5/3 (16) Westwood gegn Walker, Walker sigraði á 16. holu, 3/2 (17) Dubuisson gegn Johnson, Leikurinn endaði jafn
Golf Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira