Innlent

Setur spurningamerki við ráðningu nýs lögreglustjóra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árni Páll spyr hvers vegna embætti lögreglustjóra hafi ekki verið auglýst til umsóknar.
Árni Páll spyr hvers vegna embætti lögreglustjóra hafi ekki verið auglýst til umsóknar. Vísir/Daníel Rúnarsson
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, vegna skipunar í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Árni Páll spyr innanríkisráðherra hvaða rök hafi legið að baki því að beita bráðabirgðaákvæði í lögum við skipan í embættið og hvers vegna það hafi ekki verið auglýst laust til umsóknar.

Nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er Sigríður Björk Guðjónsdóttir en hún tók við embættinu þann 1. september af Stefáni Eiríkssyni sem sagði upp störfum fyrr á árinu. Hann hafði gegnt embættinu frá árinu 2006.


Tengdar fréttir

Stefán kveður lögregluna í dag

Stefán Eiríksson lögreglustóri hefur störf sem sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurbogar á morgun. Samkvæmt ákvörðun bogarráðs er hann ráðinn frá 1. september. Stefán hefur starfað sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2007.

„Ég er þjónandi leiðtogi“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýr lögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, rifjaði upp skemmtilega sögu frá því hún var sýslumaður á Ísafirði í Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×