Innlent

„Eru bankar að fjármagna þetta nýja Íslandsævintýri?“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Karl veltir því fyrir sér hvort hóteluppbygging síðustu ára sé fjármögnuð með lánsfé eða hvort eigendurnir séu með fulla vasa fjár.
Karl veltir því fyrir sér hvort hóteluppbygging síðustu ára sé fjármögnuð með lánsfé eða hvort eigendurnir séu með fulla vasa fjár. Vísir / Vilhelm
„Maður opnar ekki svo dagblað að ekki sé tilkynnt um nýja hótelbyggingu sem jafnvel kostar milljarða,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að fjárfestingar séu góðar en veltir upp hvernig þær eru fjármagnaðar.

Mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu síðustu ár og hafa fjölmörg hótel sprottið upp um allt land. Ástandið er með þeim hætti að íbúar Reykjavíkur hafa látið í ljós óánægju sína með fjölda hótela í miðbænum.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur hótelherbergjum í júlímánuði fjölgað um 20 prósent  á árunum 2008 til 2013. Inni í þeim tölum eru ekki önnur gistirými svosem hótelíbúðir og gistiheimili.

Karl er hugsi yfir fjármögnun þessarar fjölgunar. „Eru bankar að fjármagna þetta nýja Íslandsævintýri 100% og eru einu veðin byggingarnar sjálfar?“ spyr hann. „Eða er hópurinn sem á hundruð milljóna í rassvasanum orðinn stærri en við höldum?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×