Ólafur byrjar vel í úrtökumóti í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 23. september 2014 21:46 Ólafur Björn Loftsson ásamt föður sínum, Lofti Ólafssyni. Vísir/Ólafur Björn Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék fyrsta hringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Ólafur er í 14. sæti eftir fyrsta keppnisdag en 20-25 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á næsta stig. Ólafur Björn var stöðugur í dag en hann fékk fjóra fugla og tvo skolla. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum en fimm kylfingar léku á 66 höggum í dag. Leikið Golf d'Hardelot vellinum í Frakklandi. Á Facebook-síðu sinni kveðst Ólafur vera sáttur með spilamennsku dagsins. „Boltaslátturinn var betri en í síðustu mótum, hitti allar brautirnar nema eina og hitti 16 flatir í tilætluðum höggafjölda. Púttin voru ágæt á hringnum þó ég hefði verið til í að sjá aðeins fleiri detta. Frábært að hafa pabba á pokanum, við skemmtum okkur vel í dag. Nú er það bara að halda áfram að hafa gaman og gera enn betur á morgun,“ skrifar Ólafur. Fjórir íslenskrir kylfingar taka þátt í úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Í síðustu viku komst Þórður Rafn Gissurarson úr GR áfram á annað stig eftir að hafa orðið í 23. sæti í móti í Englandi. Axel Bóasson úr GK féll úr keppni eftir þátttöku í móti í Þýskalandi. Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda í úrtökumóti sem fram fer í Portúgal í næstu viku.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira