Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Svavar Hávarðsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nornahár. Gasið mótar kvikuna í örþunn hár sem kennd eru við nornamakka. Mynd/ÞÞ Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi. Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fleiri fréttir Verðbólguþróunin áhyggjuefni Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00