Flugmanninum verður ekki vikið úr starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 15:31 Í návígi við hraunjaðarinn í gær. vísir/skjáskot/auðunn Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06