Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2014 19:18 Í tilkynningu frá Reykjavík Helicopters segir atvikið sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Vísir/Auðunn „Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06