Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2014 19:18 Í tilkynningu frá Reykjavík Helicopters segir atvikið sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Vísir/Auðunn „Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
„Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06