450 manns hafa komið að aðgerðum vegna jarðhræringanna Svavar Hávarðsson skrifar 6. október 2014 12:41 í Holuhrauni. Allir sem vettlingi geta valdið innan Jarðvísindastofnunar hafa komið að vinnu vegna jarðhræringanna. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson Umframkostnaður vegna rannsókna og vöktunar í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu var yfir 100 milljónir króna fyrstu fjórar vikurnar. Vel á fimmta hundrað manns hafa komið að verkefninu í einhverri mynd frá því um miðjan ágúst. Eins og allir þekkja eru jarðhræringarnar í og við norðvestanverðan Vatnajökul einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hefur orðið vitni að. Sérstaka athygli vekur hvernig nútímatækni hefur gert áhugasömum kleift að fylgjast með þróuninni dag frá degi, hvort sem er jarðskjálftahrinunni sem hófst 16. ágúst eða eldgosunum sem síðar fylgdu. En að baki þessu stendur her manns frá mörgum ólíkum stofnunum og samtökum sem sofin og vakin hafa legið yfir verkefninu.Á sólarhringsvakt Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, segir að frá upphafi eldsumbrotanna hafi jarðváreftirlitið verið á sólarhringsvakt og vatnaváreftirlitið hefur verið á bakvakt allan sólarhringinn frá upphafi eldsumbrotanna. Alls hafa 107 starfsmenn stofnunarinnar komið að verkefninu fram til þessa. „Í þremur tilfellum hefur verið nauðsynlegt að hafa þrjá veðurfræðinga á vakt í tengslum við þennan atburð. Fjöldi eftirlitsferða hefur verið farinn á svæðið, þ.e. norðan við Vatnajökul, til að koma upp fleiri mælitækjum og auka þannig getu Veðurstofunnar til að bregðast við og gefa út viðvaranir tímanlega til almannavarnaryfirvalda. Enn fremur var nauðsynlegt að flytja færanlegu ratsjárnar til að hægt sé að fylgjast með ösku í andrúmslofti ef til öskugoss kemur,“ segir Sigrún. Mikilvægt hefur verið að koma á sjálfvirkum ferlum við birtingu mæligagna til að auðvelda allt eftirlit og auka skilning á framvindu atburðanna. „Tölvufræðingar Veðurstofunnar hafa unnið þrekvirki í þessum efnum. Stofnunin hefur þurft að bregðast við beiðnum frá yfirvöldum, m.a. til að meta flóðahættu vegna hugsanlegs jökulhlaups Jökulsár á Fjöllum og í Skjálfandafljóti,“ segir Sigrún en Veðurstofan hefur komið upp reiknilíkönum til að geta spáð fyrir um dreifingu ösku og brennisteins í andrúmslofti. Þátttaka á fundum vísindamannaráðs Almannavarna, íbúafundum og öðrum fundum hagsmunaaðila hefur einnig kallað á mikið vinnuálag á Veðurstofunni sem hefur komið upplýsingum stöðugt á framfæri við landsmenn. Hefur stofnunin nýtt sér vefinn og aðra miðla, s.s. Facebook, í því sambandi. „Brýnt er að þessi þjónusta sé til staðar jafnt um helgar sem á virkum dögum, sem hefur kallað á mikið vinnuálag og yfirvinnu starfsmanna í upplýsingakerfum og upplýsingamiðlun,“ segir Sigrún.Allir á dekk Stór hluti af starfsmönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur komið að viðbrögðum við eldgosinu og atburðunum í Bárðarbungu með einum eða öðrum hætti. Stofnunin er með starfsmenn á vettvangi til að fylgjast með þróun gossins en þær vaktir hafa minnkað, aðallega vegna veðurs og vegna þess hversu lengi jarðhræringarnar hafa staðið yfir. Margir koma að eftirliti úr lofti og jöklamælingum, vöktun með fjarkönnun, efnagreiningum á bergsýnum og öðrum sýnum, eftirliti með jarðskorpuhreyfingum (jarðskjálftum) og mælingum. Einnig koma mælingar og rannsóknir á gæðum andrúmsloftsins og mælingar á vatni í jökulám og öðrum á svæðinu við sögu. Þegar allt er talið hjá Jarðvísindastofnun og Jarðvísindadeild Háskólans eru um 30 vísindamenn að störfum auk fimm tæknimanna og skrifstofu, og hefur stór hluti þeirra komið að vinnu í tengslum við gosið. Einhverjir hafa alfarið sinnt þessum viðbrögðum, aðrir minna. Þá eru um 50 nýdoktorar, doktorsnemar og aðrir tímabundið ráðnir starfsmenn sem starfa hjá stofnunni og hefur stór hluti þeirra einnig komið að þessum rannsóknum. „Það er erfitt að tilgreina nákvæmlega hversu margir af okkar starfsmönnum hafa unnið alfarið við gosið en ætla má að um 50-60 manns í heildina hafi komið að vinnu við þetta frá byrjun,“ segir Svandís H. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar.Allt á einum stað Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi fengið það verkefni að safna saman öllum þeim aukakostnaði sem fellur til vegna atburðanna. „Aukakostnaðurinn losar 100 milljónir fyrir fyrstu fjórar vikurnar. Þetta eru töluverðar upphæðir sem eru að falla til í aukakostnað og mikið enn ótalið. Þegar þetta hefur allt verið tekið saman verður skýrslu skilað til ráðherranefndarinnar sem var skipuð vegna atburðanna. Þar eru menn að skoða þessi mál,“ segir Víðir og bætir við að starfsmenn deildarinnar, átta að tölu, hafi eingöngu unnið að verkefnum sem tengjast jarðhræringunum frá upphafi. Eins hafa tíu frá öðrum deildum Ríkislögreglustjóra komið að vinnunni. „Þess utan tíu heilbrigðisstarfsmenn og aðrir tíu frá Rauða krossinum og fjöldi björgunarsveitarmanna,“ segir Víðir. Guðbrandur Örn Arnarson, sem annast aðgerðamál hjá Landsbjörgu, segir að 136 björgunarsveitarmenn hafi komið við sögu aðgerða; flestir við gæslu, en miklum mun færri sem hafa tekið þátt í beinum verkefnum. Þar af hafa um 30 manns komið að aðgerðastjórn og starfað í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð.Hafa flogið 17 sinnumVegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa. Flugdeild Gæslunnar hefur öll tekið þátt með einhverjum hætti, þ.e. flugmenn, stýrimenn í flugvél og þyrlum, flugvirkjar og ýmsar stoðeiningar, starfsmenn aðgerðasviðs og starfsmenn í Keflavík sem vakta upplýsingar ratsjárstöðvanna. Gæslan hefur flogið 17 ferðir yfir gosstöðvarnar. Flugvélin TF-SIF hefur farið í 11 flug og flogið í 38 klukkustundir samtals. Þyrlurnar hafa farið í sex flug og flogið samtals 22 klukkustundir. Þyrluflugin hafa öll verið notuð til að flytja búnað og tæknimenn. TF-SIF er búin ratsjám sem kortleggja yfirborð gosstöðvanna og jökulsins og gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborðinu og hraunflæði óháð skýjafari og birtu. Búnaðurinn getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða. Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála. Bárðarbunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umframkostnaður vegna rannsókna og vöktunar í kjölfar jarðhræringanna í Bárðarbungu var yfir 100 milljónir króna fyrstu fjórar vikurnar. Vel á fimmta hundrað manns hafa komið að verkefninu í einhverri mynd frá því um miðjan ágúst. Eins og allir þekkja eru jarðhræringarnar í og við norðvestanverðan Vatnajökul einn markverðasti jarðvísindalegi atburður sem vísindamenn og almenningur á Íslandi hefur orðið vitni að. Sérstaka athygli vekur hvernig nútímatækni hefur gert áhugasömum kleift að fylgjast með þróuninni dag frá degi, hvort sem er jarðskjálftahrinunni sem hófst 16. ágúst eða eldgosunum sem síðar fylgdu. En að baki þessu stendur her manns frá mörgum ólíkum stofnunum og samtökum sem sofin og vakin hafa legið yfir verkefninu.Á sólarhringsvakt Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri Veðurstofu Íslands, segir að frá upphafi eldsumbrotanna hafi jarðváreftirlitið verið á sólarhringsvakt og vatnaváreftirlitið hefur verið á bakvakt allan sólarhringinn frá upphafi eldsumbrotanna. Alls hafa 107 starfsmenn stofnunarinnar komið að verkefninu fram til þessa. „Í þremur tilfellum hefur verið nauðsynlegt að hafa þrjá veðurfræðinga á vakt í tengslum við þennan atburð. Fjöldi eftirlitsferða hefur verið farinn á svæðið, þ.e. norðan við Vatnajökul, til að koma upp fleiri mælitækjum og auka þannig getu Veðurstofunnar til að bregðast við og gefa út viðvaranir tímanlega til almannavarnaryfirvalda. Enn fremur var nauðsynlegt að flytja færanlegu ratsjárnar til að hægt sé að fylgjast með ösku í andrúmslofti ef til öskugoss kemur,“ segir Sigrún. Mikilvægt hefur verið að koma á sjálfvirkum ferlum við birtingu mæligagna til að auðvelda allt eftirlit og auka skilning á framvindu atburðanna. „Tölvufræðingar Veðurstofunnar hafa unnið þrekvirki í þessum efnum. Stofnunin hefur þurft að bregðast við beiðnum frá yfirvöldum, m.a. til að meta flóðahættu vegna hugsanlegs jökulhlaups Jökulsár á Fjöllum og í Skjálfandafljóti,“ segir Sigrún en Veðurstofan hefur komið upp reiknilíkönum til að geta spáð fyrir um dreifingu ösku og brennisteins í andrúmslofti. Þátttaka á fundum vísindamannaráðs Almannavarna, íbúafundum og öðrum fundum hagsmunaaðila hefur einnig kallað á mikið vinnuálag á Veðurstofunni sem hefur komið upplýsingum stöðugt á framfæri við landsmenn. Hefur stofnunin nýtt sér vefinn og aðra miðla, s.s. Facebook, í því sambandi. „Brýnt er að þessi þjónusta sé til staðar jafnt um helgar sem á virkum dögum, sem hefur kallað á mikið vinnuálag og yfirvinnu starfsmanna í upplýsingakerfum og upplýsingamiðlun,“ segir Sigrún.Allir á dekk Stór hluti af starfsmönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur komið að viðbrögðum við eldgosinu og atburðunum í Bárðarbungu með einum eða öðrum hætti. Stofnunin er með starfsmenn á vettvangi til að fylgjast með þróun gossins en þær vaktir hafa minnkað, aðallega vegna veðurs og vegna þess hversu lengi jarðhræringarnar hafa staðið yfir. Margir koma að eftirliti úr lofti og jöklamælingum, vöktun með fjarkönnun, efnagreiningum á bergsýnum og öðrum sýnum, eftirliti með jarðskorpuhreyfingum (jarðskjálftum) og mælingum. Einnig koma mælingar og rannsóknir á gæðum andrúmsloftsins og mælingar á vatni í jökulám og öðrum á svæðinu við sögu. Þegar allt er talið hjá Jarðvísindastofnun og Jarðvísindadeild Háskólans eru um 30 vísindamenn að störfum auk fimm tæknimanna og skrifstofu, og hefur stór hluti þeirra komið að vinnu í tengslum við gosið. Einhverjir hafa alfarið sinnt þessum viðbrögðum, aðrir minna. Þá eru um 50 nýdoktorar, doktorsnemar og aðrir tímabundið ráðnir starfsmenn sem starfa hjá stofnunni og hefur stór hluti þeirra einnig komið að þessum rannsóknum. „Það er erfitt að tilgreina nákvæmlega hversu margir af okkar starfsmönnum hafa unnið alfarið við gosið en ætla má að um 50-60 manns í heildina hafi komið að vinnu við þetta frá byrjun,“ segir Svandís H. Halldórsdóttir, skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar.Allt á einum stað Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi fengið það verkefni að safna saman öllum þeim aukakostnaði sem fellur til vegna atburðanna. „Aukakostnaðurinn losar 100 milljónir fyrir fyrstu fjórar vikurnar. Þetta eru töluverðar upphæðir sem eru að falla til í aukakostnað og mikið enn ótalið. Þegar þetta hefur allt verið tekið saman verður skýrslu skilað til ráðherranefndarinnar sem var skipuð vegna atburðanna. Þar eru menn að skoða þessi mál,“ segir Víðir og bætir við að starfsmenn deildarinnar, átta að tölu, hafi eingöngu unnið að verkefnum sem tengjast jarðhræringunum frá upphafi. Eins hafa tíu frá öðrum deildum Ríkislögreglustjóra komið að vinnunni. „Þess utan tíu heilbrigðisstarfsmenn og aðrir tíu frá Rauða krossinum og fjöldi björgunarsveitarmanna,“ segir Víðir. Guðbrandur Örn Arnarson, sem annast aðgerðamál hjá Landsbjörgu, segir að 136 björgunarsveitarmenn hafi komið við sögu aðgerða; flestir við gæslu, en miklum mun færri sem hafa tekið þátt í beinum verkefnum. Þar af hafa um 30 manns komið að aðgerðastjórn og starfað í samhæfingarstöð Almannavarna í Skógarhlíð.Hafa flogið 17 sinnumVegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul hafa á milli 90 og 100 starfsmenn Landhelgisgæslunnar komið að aðgerðum, samkvæmt upplýsingum frá Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa. Flugdeild Gæslunnar hefur öll tekið þátt með einhverjum hætti, þ.e. flugmenn, stýrimenn í flugvél og þyrlum, flugvirkjar og ýmsar stoðeiningar, starfsmenn aðgerðasviðs og starfsmenn í Keflavík sem vakta upplýsingar ratsjárstöðvanna. Gæslan hefur flogið 17 ferðir yfir gosstöðvarnar. Flugvélin TF-SIF hefur farið í 11 flug og flogið í 38 klukkustundir samtals. Þyrlurnar hafa farið í sex flug og flogið samtals 22 klukkustundir. Þyrluflugin hafa öll verið notuð til að flytja búnað og tæknimenn. TF-SIF er búin ratsjám sem kortleggja yfirborð gosstöðvanna og jökulsins og gerir vísindamönnum kleift að fylgjast með breytingum á yfirborðinu og hraunflæði óháð skýjafari og birtu. Búnaðurinn getur einnig kortlagt breytingar á mannvirkjum, svo sem vegum, brúm og rafmagnslínum sem hugsanlega geta orðið fyrir skemmdum vegna flóða. Þá gerir vélin vísindamönnum unnt að fylgjast grannt með dreifingu og hæð öskustróks. Flugvélin er einnig búin hitamyndavél sem gagnast við að meta ástandið á svæðinu og þróun mála.
Bárðarbunga Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent