„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2014 10:33 Listamenn virðast ekki ánægðir með reglu 14 í Eurovisionkeppninni á Íslandi. „Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll. Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll.
Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53