Innlent

Þingkona furðar sig á þjónustu Landsbankans

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Silja Dögg er ekki ánægð með þjónustu Landsbankans við kjósendur sína.
Silja Dögg er ekki ánægð með þjónustu Landsbankans við kjósendur sína. Vísir / Pjetur
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, furðar sig á þjónustunni sem viðskiptavinum Landsbankans á Suðurnesjum er boðin upp á. Bankinn hefur lokað útibúum á svæðinu og í gær virkaði ekki netbanki bankans um nokkurra klukkustunda skeið.

„Íbúar í Garði og Sandgerði, sem hafa ekkert útibú lengur í sínum byggðarlögum, ætluðu að nota netbankann í dag. Hann virkaði ekki,“ sagði þingkonan á Facebook-síðu sinni. „Þá gerðu sumir sér ferð til Reykjanesbæjar í útibúið til að sinna sínum viðskiptum en gáfust upp á biðinni þar sem biðraðirnar voru ógnarlangar.“

Landsbankinn er að nær öllu leyti í eigu ríkisins og furðar Silja Dögg sig á því að fyrirtæki í ríkiseigu bjóði upp á slíka þjónustu. „Er þetta þjónustan sem Landsbankinn, fyrirtæki í ríkiseigu- okkar eigu, ætlar að bjóða Suðurnesjamönnum uppá?“ spyr hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×