Enski boltinn

Bjarki Már markahæstur í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már skoraði átta mörk í dag.
Bjarki Már skoraði átta mörk í dag. Vísir/Aðsend
Fjöldinn allur af íslenskum mörkum litu dagsins ljós í þýsku B-deildinni í handbolta, en Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga með átta mörk.

Hörður Fannar Sigþórsson skoraði fjögur mörk og fékk rautt spjald í jafntefli EHV Aue gegn Eintract Braunatal. Þetta var annar leikur Harðar fyrir AUE en hann fékk þrjár brottvísanir og því rautt spjald.

Árni Sigtryggsson skoraði tvö mörk fyrir AUE og Sveinbjörn Pétursson varði átta skot í markinu. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið.

Eisenach unnu 38-30 sigur á SV Henstedt-Ulzburg. Bjarki Már Elísson lék á alls oddi í liði Eisenach og var markahæstur með átta mörk. Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur mörk.

Anton Rúnarsson skoraði eitt mark og Ernir Þór Arnarson tvö í jafntefli Emsdetten gegn VfL Bad Schwartau í sömu deild. Oddur Grétarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×