Íslenski boltinn

ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að ekkert verði af hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll án aðkomu ríksins.

„Þetta var rætt á síðasta kjörtímabili við þáverandi menntamálaráðherra en það er ekkert í fast í hendi. Eins og staðan er í dag erum við að bíða eftir fundi með ráðherra enda ljóst að ekkert gerist án aðkomu ríkisins,“ segir Þórgnýr.

Hann segir að stefnumótunarskýrsla hafi verið unnið um verkið en vilji hefur verið bæði innan KSÍ og frjálsíþróttahreyfingarinnar að hlaupabrautin verði fjarlægð af Laugardalsvellinum og nýr leikvangur byggður fyrir frjálsíþróttirnar.

„En það er enn algjörlega ótímabært að velta þessu of mikið fyrir sér,“ segir hann en bætir við að ÍTR sé ekki mótfallið hugmyndunum. „Alls ekki. Fyrirvarinn er sá að þetta gerist ekki án þátttöku ríkisvaldsins enda getur borgin ekki ein og sér staðið undir þjóðarleikvanginum, né er það hlutverk hennar.“

„Þetta veltur allt á því hvað kemur út úr viðræðum við ríkið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×