Martin Kaymer sigraði á Grand Slam mótinu í Bermúda 15. október 2014 23:14 Kaymer fagnar titlinum í dag. Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi. Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði á PGA Grand Slam golfmótinu sem kláraðist í dag en alla jafna hafa aðeins fjórir kylfingar þátttökurétt í mótinu sem unnið hafa risamót á árinu. Í ár léku Bubba Watson sem sigraði Masters mótið, Martin Kaymer sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu og Rory McIlroy sem sigraði á Opna breska og PGA-meistaramótinu. Þá fékk reynsluboltinn Jim Furyk einnig sérstakt boð um að vera með að þessu sinni þar sem McIlroy sigraði á tveimur risamótum á árinu. Leiknir voru tveir hringir á Port Royal vellinum í Bermúda en eftir fyrri hringinn hafði Kaymer tveggja högga forskot á Bubba Watson eftir að hafa leikið á 65 höggum eða sex undir pari. McIlroy sat í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir Kaymer en Norður-Írinn spilaði sig út úr mótinu með hræðilegum seinni hring í dag. Á meðan náði Jim Furyk sér aldrei á strik en hann endaði að lokum í síðasta sæti. Baráttan var því milli Kaymer og Watson á lokahringnum og eftir að hafa fengið þrjá fugla í röð á seinni níu holunum hafði Watson tveggja högga forskot á Kaymer þegar að þeir komu á 17. teig. Þar brást Watson þó bogaistinn og hann þurfti að sætta sig við skolla eftir hræðilegt upphafshögg á meðan að Kaymer fékk fugl og staðan því jöfn fyrir 18. holu. Báðir kylfingar fengu par á lokaholunni og því þurfti að grípa til bráðabana sem stóð stutt yfir þar sem Þjóðverjinn fékk fugl á fyrstu holu og tryggði sér sigurinn. Fyrir ómakið fékk Kaymer rúmlega 72 milljónir króna í verðlaunafé en það verður að teljast ágætis upphæð fyrir tvo, en þó mjög vel spilaða golfhringi.
Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira