Septembermánuður síðastliðinn var sá heitasti í sögunni, eða allt frá því að mælingar hófust fyrir rúmum 130 árum síðan. Síðastliðnir maí- og ágústmánuðir höfðu einnig sett samsvarandi met. NASA telur því allt benda til þess að árið 2014 verði það hlýjasta í sögunni.
Dr. Gavin Schimdt, loftslagsfræðingur hjá NASA, segir í samtali við Huffington Post að allar líkur séu á hlýnandi loftslagi. Því eigi ekki að einblína á einn mánuð eða ár heldur þróunina sem virðist vera að eiga sér stað vegna aðgerða mannsins.
Hitafrávik (samanlagður land- og sjóhiti) var í september 0,77° en meðalhiti það sem af er ári er kominn í 0,65°. Hlýnun þessi hefur komið fram án þess að El Nino hafi látið mikið á sér kræla en telur bandaríska sjávar- og loftslagsstofnunin líkur á að veðurfyrirbrigðið láti meira til sín taka í vetur.
September sá hlýjasti í sögunni
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
