Krísa innan Þjóðleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2014 07:00 Tinna & Tinna. Eldri myndin er frá 1985 þegar Tinna fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni en undanfarin tíu ár hefur Tinna gegnt hlutverki Þjóðleikhússtjóra. Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira