Krísa innan Þjóðleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2014 07:00 Tinna & Tinna. Eldri myndin er frá 1985 þegar Tinna fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni en undanfarin tíu ár hefur Tinna gegnt hlutverki Þjóðleikhússtjóra. Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira