Krísa innan Þjóðleikhússins Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2014 07:00 Tinna & Tinna. Eldri myndin er frá 1985 þegar Tinna fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni en undanfarin tíu ár hefur Tinna gegnt hlutverki Þjóðleikhússtjóra. Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum. Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Snúin staða er komin upp í Þjóðleikhúsinu vegna meintra hagsmunaárekstra sem tengjast stöðu Tinnu Gunnlaugsdóttur; til stendur að hún taki að sér tvö hlutverk í húsinu sem hún nú stýrir.Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur sent menntamálaráðherra erindi þar sem hann óskar eftir sjónarmiðum Illuga Gunnarssonar vegna flókins máls sem komið er upp í Þjóðleikhúsinu. Erindi Stefáns er vegna undirliggjandi óánægju og ábendinga sem honum hafa borist. „Jú, það segir sig sjálft að einhver óánægja er með þetta eða einhverjum hefur fundist þetta óeðlilegt eða undarlegt,“ segir Stefán.Óþægilegt mál og snúið Ef allt fer sem horfir mun Tinna stíga á svið Þjóðleikhússins sem leikkona meðan hún er enn leikhússtjóri þar. Tinna lætur af störfum um áramótin, en hún hefur verið Þjóðleikhússtjóri undanfarin tíu ár. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri hefur falast eftir kröftum hennar sem leikkonu í Sjálfstætt fólk sem til stendur að frumsýna 26. desember. Ekki er búið að skrifa undir ráðningarsamning við Tinnu, og það sem meira er; óljóst er hver ætti að gera það því ekki skrifar Tinna undir ráðningarsamning við sjálfa sig. Málið er óþægilegt. Æfingar á Sjálfstæðu fólki hefjast á þriðjudaginn og ljóst er að einhver verður að höggva á hnútinn og þar kemur væntanlega til kasta Þjóðleikhúsráðs og/eða menntamálaráðherra.Þeir sem hún réði vilja ráða hana Þá hefur Tinna ráðið Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra til að setja upp sýningu innan Þjóðleikhússins. Kristín hefur, sem og Þorleifur Örn, jafnframt falast eftir því að Tinna taki að sér hlutverk í þeirri uppsetningu. Víst er að nokkur urgur er innan hins viðkvæma leikhúsheims vegna málsins, eins og erindi BHM ber með sér. Málið er flókið og þar takist á ýmis sjónarmið. Svo sem sanngirnissjónarmið, en Tinna var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið þá er hún tók við stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ráðning hennar er frá þeim tíma að teljast æviráðning. Til er hugtak sem kallast eðlilegar væntingar opinbers starfsmanns og er stjórnskipulegt hugtak. Á móti má spyrja hvort hugsanlega sé, eðli máls samkvæmt, tortryggileg ákvörðunin um að ráða þessa tilteknu leikstjóra til verks, sem svo falast eftir kröftum þess hins sama og réði þá?Fer senn á eftirlaun Stefán hjá BHM segir þetta óneitanlega sérstaka stöðu. Hann bendir á að Stefán Baldursson hafi leikstýrt meðan hann var Þjóðleikhússtjóri, Björn Zoega hafi fengið leyfi frá sínum yfirmönnum til að annast skurðaðgerðir meðan hann var forstjóri Landspítalans. „En, við fengum fyrirspurn, eða erindi og ákváðum í framhaldinu að kanna afstöðu ráðherra og ráðuneytisins til þessa. Án þess að við séum að setja okkur í neitt dómarasæti,“ segir Stefán sem væntir svars frá menntamálaráðherra hið fyrsta. Tinna er að fara á eftirlaun næsta haust samkvæmt 95 ára reglunni um kjör opinberra starfsmanna. Tinna var fastráðin leikari hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 1983 og leikið þar fjölda hlutverka. Víst er að aðdáendur leikkonunnar Tinnu munu vilja gjarnan sjá hana á sviðinu en aðrir ekki, eftir atvikum.
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira