Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2014 07:00 Vísindamönnum og fjölmiðlum hefur nær eingöngu verið hleypt að gosstöðvunum. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku. Bárðarbunga Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
„Við þekkjum aðeins fá dæmi þess að menn hafi farið inn á gossvæðið án þess að uppfylla skilyrði almannavarna á hverjum tíma, en þau mál sæta nú rannsókn. Um er að ræða 3 til 4 mál,“ svarar Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, spurningunni um umferð fólks að gosstöðvunum í Holuhrauni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum lenti þyrluflugmaður fyrirtækisins Reykjavík Helicopters með tískudrottninguna Goga Ashkenazi, og föruneyti hennar, aðeins spölkorn frá nýja hrauninu, og flugmaðurinn virti því ekki lokanir við gosstöðvarnar. Er það mat almannavarna að fólkið hafi sett sig í stórhættu. Í kjölfar atviksins hefur því verið velt upp hverjir fá leyfi almannavarna til að koma á svæðið. Í samantekt, sem sýslumaðurinn á Húsavík vann fyrir Fréttablaðið, kemur fram að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lét framleiða sérstök aðgangskort að lokuðum svæðum fyrir fjölmiðla á meðan eldgosið í Eyjafjallajökli stóð yfir vorið 2010. Þessi kort hafa ekki enn verið felld úr gildi. Alls hafa verið gefin út 232 aðgangskort fyrir fjölmiðla frá árinu 2010, þar af fékk Ríkisútvarpið rúmlega 100 kort vegna sérstaks hlutverks stofnunarinnar í almannavarnarástandi. Útgáfu þessara korta var hætt 11. september og þess í stað gefin út tímabundin leyfi, stimpluð og undirrituð af fulltrúa ríkislögreglustjóra. Frá þeim degi hafa verið gefin út 40 tímabundin leyfi til fjölmiðla. Þeir einstaklingar sem nefndir eru í þessum leyfum; fjölmiðlamenn, bílstjórar, leiðsögumenn og þyrluflugmenn, eru alls 125. Þau hafa fengið 72 Íslendingar og 53 erlendir ríkisborgarar. Spurður um regluverkið við útgáfu leyfanna segir Svavar að tímabundin leyfi til fjölmiðla séu eingöngu gefin út ef fyrir liggur beiðni frá fjölmiðlafyrirtæki sem lýsir því yfir að það taki ábyrgð á sínu fólki. Eins að þau framleiðslufyrirtæki eða sjálfstætt starfandi einstaklingar sem fengið hafa tímabundin leyfi hafi einnig verið krafin um staðfestingu á því að verið sé að framleiða fjölmiðlaefni fyrir tilgreint fjölmiðlafyrirtæki. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að endurskoðun þeirra reglna sem í gildi eru varðandi aðgang að gosstöðvunum. Aðspurður segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, að reglurnar séu í endurskoðun í ljósi þeirrar reynslu sem orðin er til þessa, en jafnframt með tilliti til breyttra aðstæðna við vetrarkomu. Gert er ráð fyrir að hugsanlegar breytingar verði kynntar í næstu viku.
Bárðarbunga Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira