Hvað höfum við lært? Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2014 08:00 Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmis teikn eru á lofti um að sá hugsunarháttur sem var áberandi fyrir hrun bankakerfisins sé enn landlægur á fjármálamarkaði. Allir stóru viðskiptabankarnir, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, hafa virkjað starfskjarastefnur sem heimila greiðslu kaupauka (bónusa) ofan á hefðbundin laun. Á árinu 2012 og á síðasta ári greiddu bankarnir starfsmönnum sínum árangurstengdar greiðslur í formi kaupauka, kauprétta og arðs í mun meira mæli en sést hefur frá hruni. Kaupréttir í stórum skömmtum hafa viðlíka áhrif á hegðun stjórnenda og lán til kaupa á hlutabréfum með lítilli eða engri persónulegri ábyrgð. Þá ýta þeir undir áhættusækni í fjármálafyrirtækjum, eins og rakið er í 10. kafla í 3. bindi skýrslu RNA um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Það er augljóst að stjórnir stóru bankanna þriggja, sem voru endurreistir í sömu mynd og fyrir hrun bara tíu sinnum minni, hafa ekki lesið skýrslu RNA því þar kemur fram að svigrúm til árangurstengingar launa bankamanna sé að jafnaði talið minna en t.d. framleiðslufyrirtækja vegna þeirrar þjónustu sem bankar veita áhættufælnum viðskiptavinum. Í þessum efnum er t.d almennt viðurkennt að laun æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna ættu að vera að stærstum hluta föst laun og taka minna mið af rekstrarárangri eftir því sem skuldsetning eykst. Þetta á ekki síst við um banka. Rekstur stóru bankanna þriggja er kannski ekki jafn traustur og ætla mætti þótt eigið fé þeirra sé sterkt. Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, kemur fram að samantekið námu tekjur stóru bankanna þriggja vegna vegna uppfærslu útlána, sölu og uppfærslu stærstu eignarhluta í félögum og aflagðri starfsemi um 37 milljörðum króna eða 80% af hagnaði tímabilsins. Þetta þýðir að grunnrekstur þessara banka stóð aðeins undir 20% af hagnaðinum. Starfsfólk Seðlabankans hefur af þessu áhyggjur og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum, sagði þegar ritið var kynnt að þetta gæfi Seðlabankanum tilefni til að fylgjast betur með grunnrekstri bankanna. Þetta vekur mann til umhugsunar um hverjir það séu sem hafa hvata til að hagnaður bankanna á pappír sé sem mestur? Getur verið að það séu þeir starfsmenn sem hafa starfskjör sín að einhverju leyti samtvinnuð við afkomu bankanna? Má það vera? Launakostnaður er stærsti útgjaldaliður bankanna og jókst hann um 800 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir fækkun starfsfólks. Þegar tekjublöð eru skoðuð sést að starfsfólk bankanna er með hæstlaunuðustu stéttum landsins. Hvers vegna? Bankar eiga að vera bakhjarlar og þjónustuaðilar við raunverulega verðmætasköpun. Þeir sem stýra fyrirtækjum sem skapa raunveruleg verðmæti ættu að hafa hæstu launin. Það er engin raunveruleg verðmætasköpun í bönkum og því er æskilegt að hagnaður banka sé lítill hluti heildarhagnaðar fyrirtækjanna í landinu. Það er ekki sjálfbær staða að bankar eigi stærstan hluta hagnaðarins og það væri í raun mikið áhyggjuefni. Þá er enn meira áhyggjuefni að laun starfsmanna bankanna séu tengd við þessa afkomu sem er kannski ekki jafn góð og ætla mætti á pappírnum. Pistillinn birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti- og efnahagsmál
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun