Fótbolti

Bannar FIFA fótboltamönnum að fagna eins og Klose?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enginn hefur skorað fleiri mörk á HM en Miroslav Klose.
Enginn hefur skorað fleiri mörk á HM en Miroslav Klose. Vísir/Getty
Indverjinn Peter Biaksangzuala lést á dögunum eftir að hafa lent illa á hálsinum eftir misheppnað heljarstökk í leik í indversku deildinni. Afleiðingar þessa hræðilega slys í Indlandi gætu orðið að það væri bannað að fagna marki með því að taka heljarstökk.

„Við munum auðvitað leyfa leikmönnum að fagna mörkum sínum því það er stór hluti af fótboltanum. En við verðum að stoppa fagnaðarlæti þar sem leikmenn stökkva aftur eða fram fyrir sig. Leikmennirnir setja sjálfa sig í lífshættu með þessu eins og við höfum því miður orðið vitni af," sagði Michel D'Hooghe, stjórnarformaður læknanefndar FIFA í viðtali við The Independent.

Fyrstu skrefin hjá FIFA er að tala við þá leikmenn sem fagna mörkum sínum með heljastökkum og biðla til þeirra að hætta þessu en í framhaldinu verður reglunum breytt.

„FIFA hefur þegar varað leikmenn við slíkum fagnaðarlátum en ég held samt að það verði ekki nóg til að stoppa þau. Við náum því eingöngu með því að breyta reglunum. Það mun samt taka nokkurn tíma að ná slíkri reglu í gegn," sagði D'Hooghe.

Miroslav Klose, markahæsti leikmaður á HM frá upphafi, er einn þeirra sem hefur fagnað mörkum sínum með heljastökkum en annar er Kenwyne Jones.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×