Svona lítur Ísland út í söguheimi Halo Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. október 2014 19:50 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians. VÍSIR/343 Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan. Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Microsoft frumsýndi í dag stiklu fyrir þáttaröðina Halo: Nightfall en hún var að stórum hluta tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Serían er hluti af stærstu leikjaútgáfu Microsoft til þessa, Halo: The Master Chief Collection, sem fer í almenna sölu 11. nóvember næstkomandi. Þáttaröðin er framleidd af Ridley Scott (sem er núna að leika sér í Alien: Isolation) og snýst um hóp sérsveitarmanna sem rannsaka fregnir af nýju efnavopni. Söguhetjan er Mike nokkur Colter en spilarar munu fá að upplifa ævintýri hans í Halo 5: Guardians sem kemur út á næsta ári. Óhætt er að segja að Ísland skarti ekki sínu fegursta í stiklunni. Kuldaleg náttúra landsins er notuð sem sviðsmynd fyrir Halo-hring þar sem mis jákvæðir atburðir eiga sér stað, ef marka má sýnishornið. Frá tökum á Halo: Nightfall.VÍSIR/343 Halo: Nightfall brúar bilið milli Halo 4 og Halo 5: Guardians og mun, að sögn Microsoft, hafa frásagnarlega tengingu við fyrirhugaða sjónvarpsþáttaröð byggða á Halo-söguheiminum. Steven Spielberg verður framleiðandi þáttanna. Halo: The Master Chief Collection er með stærri tölvuleikjaútgáfum þetta árið. Settið inniheldur uppfærðar útgáfur af Halo: CE og Halo 2. Einnig Halo 3 og Halo 4 í 1080p og 60 römmum. Þá er að finna aðgang að betu-útgáfu af Halo 5: Guardians og, eins og áður segir, Halo: Nightfall. Tímasetning útgáfunnar er nokkuð sérstök. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie, sem á heiðurinn af 5 Halo-leikjum, sagði skilið við söguheiminn fyrir nokkru og gaf út Destiny á dögunum. Þannig verður Bungie í samkeppni við eigin vöru þegar jólavertíðin hefst. Hægt er að sjá stikluna í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjavísir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira