Björgunarfélag Árborgar hefur verið kallað út vegna óveðurs. Mikið rok er á Selfossi um þessar mundir og hafa þakplötur losnað af húsi. Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er talið að ein platan hafi fokið á bíl og skemmt hann.
Fljúgandi þakplötur geta valdið miklum skaða og skoða björgunarsveitir nú hvernig hægt sé að leysa málið án þess að setja mikinn mannskap í hættu.
Þakplötur fljúga í rokinu

Tengdar fréttir

Rúta með 22 farþega fauk út af þjóðveginum við Selfoss
Að sögn lögreglu sakaði engan og er verið að koma farþegum rútunnar til aðstoðar.

Hálkublettir á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir séu á Mýrum og Vatnaleið en hálka á Fróðárheiði, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Bílvelta í Biskupstungum
Hálka gerði ökumanni fólksbifreiðar á Biskupstungnabraut við Borg erfitt fyrir um klukkan hálf sjö í morgun.

Hálkublettir og snjóþekja víða
Hálkublettir eru á Hellisheiði, í þrengslum og á Mosfellsheiði.