Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2014 19:08 Ingvar og Harpa með verðlaun sín. Vísir/Ernir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira