Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. nóvember 2014 16:09 Arnór Atlason skoraði eitt mark gegn Ísrael. vísir/vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta, en Svartfjallaland vann með minnsta mun 25-24. Íslenska liðið spilaði alls ekki sinn besta bolta og hefur oft spilað betur, en varnar- og sóknarleikurinn var ekki til að hrópa húrra fyrir. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og þá sérstaklega Alexander Petersson, en staðan eftir fjórar mínútur var 4-1 fyrir Ísland og Alexander búinn að skora öll fjögur mörkin. Þá vöknuðu hins vegar heimammenn og eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 6-6. Leikurinn var kaflaskiptur og íslenska liðið skoraði ekki á ellefu mínútna kafla um miðbik hálfleiksins. Varnarleikurinn var ekki öflugur og liðið fékk ekki eins mörg hraðaupphlaup og það hefði kosið. Liðin héldust þó nánast í hendur út hálfleikinn, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimamenn með tveimur mörkum; 14-12. Heimamenn héldu uppteknum hætti og byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir átta mínútur í þeim síðar, 18-13. Þá fór Björgvin Hólmgeirsson að koma meira inn í leik Íslands og pilturinn stóð sig vel; skoraði tvö mörk og mataði félaga sína. Þegar átta mínútur voru eftir var útlitið ekki bjart. Vuko Borozan skoraði sitt níunda mark og kom Svartfellingum í 24-20. Þá komu hins vegar þrjú íslensk mörk í röð og munurinn skyndilega orðin eitt mark. Guðjón Valur fékk svo dauðafæri í stöðunni 24-23 til að jafna metin en Vuko Borilovic sá við honum. Ísland fékk síðustu sóknina í leiknum, en þá var staðan 25-24. Arnór Atlason geystist með boltann upp, fann engan samherja og varð því að skjóta, en heimamenn náðu að kasta sér fyrir boltann og leiktíminn rann út. Lokatölur eins marks sigur Svartfjallalands 25-24 og fögnuður þeirra var ógurlegur. Alexander Petersson hafði heldur betur jafnað sig af veikindunum og var langbesti maður Íslands í dag, en hann skoraði átta mörk. Alexander átti sérstaklega góðan fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands var ekki nægilega góður í dag. Svartfjallaland er með stóra og stæðilega leikmenn sem gátu oftar en ekki stillt sér upp fyrir utan og þrumað boltanum í netið án teljandi vandræða. Í sóknarleiknum gerðu okkar menn svo of mörg mistök sem urðu til þess leiðandi að ekki náðist í stig í Bar. Næsti leikur Íslands er í apríl á næsta ári, en þá mætir lið Serbíu. Serbía vann Svartfjallaland í fyrstu umferðinni og ljóst að leikurinn gegn Serbíu verður þungt próf fyrir okkar menn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira