Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 11:52 Hér má sjá mynd sem Ásgeir tók í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, skömmu fyrir átökin. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira