Atli Viðar: Sáttur við þessa lausn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2014 19:26 Vísir/Arnþór Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06