Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 12:07 Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun. Borgunarmálið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins undrast með hvaða hætti staðið var að sölu á rúmlega þrjátíu og eins prósenta hlut Landsbankans í Borgun og segir engu líkara en gamlir draugar séu komnir á kreik. Skoða þurfi söluferlið nánar.Vefritið Kjarninn greinir frá því í dag að Landsbankinn, sem er að 98 prósentum í eigu ríkisins, hafi selt 31,2 prósenta eignarhlut bankans í Borgun og sé kaupverðið 2,2 milljarðar króna. Athygli veki að salan á þessum hlut ríkisfyrirtækisins hafi farið fram fyrir luktum dyrum en ekki í opnu söluferli. Hlutfé í Borgun skiptist í nokkra hluta og segir Kjarninn 13 félög eiga hlutafé í B flokki sem sé stærsti flokkurinn. Þar sé síðan stærsti einstaki eigandinn Stálskip ehf., þar sem Guðrún Lárusdóttir hafi stýrt ferðinni í áratugi, með 29,43 prósenta hlut og félagið P126 ehf. með 19,71 prósent hlut. Eigendur þess félags séu Einar Sveinsson og sonur hans Benedikt Einarsson, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð sé á Lúxemborg. En Einar og Benedikt tengjast Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem fer með hlutabréf ríkisins í Landsbankanum, nánum fjölskylduböndum. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins undraði sig á þessu ferli í umræðum á Alþingi í morgun. „Og Landsbankinn er að 98 prósentum í eigu ríkisins og þá er í raun um ríkiseign að ræða sem er verið að selja í þessu tilfelli. Þessi sala og hvernig er að henni staðið hlýtur að kalla á sérstaka athugun á því hvers vegna þessi hlutur fór ekki í opið söluferli? Eða hvers vegna var ekki farið með hann eins og á að fara með eignir ríkisins,“ spurði Þorsteinn. Þorsteinn spyr sagði Borgun ehf. alla tíð hafa verið rekið með miklum hagnaði og spyr hvers vegna félagið var ekki sett í almenna sölu síðan hæsta eða hagstæðasta tilboði tekið. „Mér þykir þetta nokkuð alvarleg tíðindi og mér finnst eiginlega læðast að manni gamlir draugar. Ég hélt að menn hefðu lært eitthvað hér fyrir nokkrum árum síðan. En svo virðist ekki vera. Þannig að það er full þörf á því að fara dýpra í þetta mál og spyrjast fyrir um það hvers vegna söluferli á þessum hlut Landsbankans í Borgun var með þessum hætti,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi í morgun.
Borgunarmálið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira