Milliríkjasamvinna og sjálfsmörk Einar Benediktsson skrifar 24. nóvember 2014 14:30 Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafs efnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína , því næst samskonar toppfunda Suðaustur-Asíu bandalagsins (ASEAN) og Austur Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20 fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimir Putin áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra CNOOC hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20.öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórvelda sambúðar ( e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafssvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði ? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginn vináttu við 1.3 milljarð ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmdir að hamla ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hugsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafs efnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína , því næst samskonar toppfunda Suðaustur-Asíu bandalagsins (ASEAN) og Austur Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20 fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimir Putin áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra CNOOC hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20.öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórvelda sambúðar ( e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafssvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði ? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginn vináttu við 1.3 milljarð ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmdir að hamla ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hugsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er?
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun