Krkic: Of mikið lagt á sautján ára strák Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 16:00 Vísir/Getty Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira