Strætisvagnar eru hættir að aka um götur bæjarins sökum veðurs. Vindhraði á höfuðborgarsvæðinu er töluverður og hafa borist fregnir af húsþökum sem eru að fjúka og trjám sem rifnað hafa upp með rótum.
Ýmsar ferðir utan höfuðborgarsvæðisins, á vegum Strætó, falla niður. Er fólki bent á heimasíðu fyrirtækisins til að fylgjast með áætlunum.
Einhverjir leigubílar eru enn á ferli en þeir eru þó færri en vanalega. Pítsusendlar eru hins vegar hættir að keyra út flatbökur.
