Gífurlega sterkur vindur feykti farartækjum um koll og reif plötur af þökum víða. Í heildina var eignatjón gífurlega mikið og þá jafnvel mest á Landspítalanum samkvæmt Morgunblaðinu á sínum tíma.


„Þakplötur flugu um íbúðarhverfi, tré rifnuðu upp með rótum, rúður brotnuðu og grindverk gáfu sig.“ Þá losnaði þak af Vesturbæjarlauginni.
Þrátt fyrir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki var vart stætt í borginni og 20 til 30 manns leituðu til slysadeildar Borgarspítalans. Rúða sprakk framan í eldri mann sem horfði út um gluggann hjá sér. Annar datt á brunahana og sá þriðji nefbrotnaði þegar hlutir fuku í andlitið á honum. Þá fauk ruslatunna í andlit ungrar stúlku.
Hluta skemmdanna og hve mikill vindurinn var má sjá í fréttinni hér að ofan.
