Innlent

Óveður í dag

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
vassast verður á Suðvesturlandi í kvöld en Norðurlandi hvessir á miðnætti.
vassast verður á Suðvesturlandi í kvöld en Norðurlandi hvessir á miðnætti. Vísir/Pjetur
Búist er við að óveður gangi yfir landið í dag. Upp úr hádegi fer að hvessa verulega þegar vindhraðinn á að komast í 18-25 metrar á sekúndu og fylgir því talsverð rigning. Storminum fylgir mikil úrkoma sunnanlands. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum til að reyna að koma í veg fyrir tjón og tryggja að niðurföll séu í lagi. Undir kvöld snýst vindurinn í suðaustan og þá hvessir enn meira en búist er vindhraðinn verði þá á bilinu 20-30 m/s.

Hvassast verður á Suðvesturlandi í kvöld en Norðurlandi hvessir á miðnætti. Þar má búast við að það verði hvasst fram á morgun. Veðrið á svo að ganga niður að mestu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×