Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl á 149 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Smáralind í nótt. Ökumaður bílsins gaf öndunarsýni sem sýndi áfengisneyslu en var hún undir refsimörkum. Lögreglan stöðvaði þó aksturinn og tók lykla bílsins í sína vörslu.
Ungur maður var handtekinn í heimahúsi í Austurborginni í nótt vegna líkamsárásar. Sá sem fyrir árásinni varð ætlaði að leita sjálfur til Slysadeildar en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í Hafnarfirði voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt. Þrír þeirra voru grunaðir um ölvunarakstur og þar af tveir voru tveir ekki með ökuréttindi. Einn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og farþegi í bílnum var grunaður um vörslu fíkniefna.
Þar að auki voru þrír bílar stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar eða fíkniefnaaksturs. Einnig hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum sem grunaðir voru um vörslu fíkniefna.

