Að renna blóðið til skyldunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 10. desember 2014 09:00 Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Slitastjórn Glitnis fagnaði nýverið sex ára afmæli sínu. Slitastjórnirnar áttu aðeins að vera starfandi til skamms tíma; nógu lengi til að ráðrúm næðist til að ná nauðungasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna. Sex ár eru meira en flestir óskuðu sér. Samkvæmt síðasta árshlutareikningi Glitnis eru 653 milljarðar af 961 milljarðs eignum félagsins peningar eða skammtímafjármunir. Með öðrum orðum, 70% af eignasafni bankans hefur verið komið í verð. Líklegt má teljast að bestu bitarnir séu farnir og að langan tíma muni taka að klára þau 30% sem eftir standa. Skortur á gagnsæi um eignasafn og framtíðaráform bankans rennir ekki stoðum undir þær fullyrðingar Steinunnar Guðbjartsdóttur, formanns slitastjórnar Glitnis, að slitastjórnin sé á lokasprettinum. Stjórnarmaðurinn hefur áður kvartað yfir sjálfskipuðu hlutverki slitastjórnanna sem langtímafjárfesta og fagnar því tilraunum Heiðars Más Guðjónssonar til að reynt sé flýta ferlinu með beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Glitni í síðustu viku. Heiðari er farið að leiðast þófið og vill að bankinn verði gerður upp í eitt skipti fyrir öll. Þar með yrði stigið skref í átt að eðlilegra rekstrar- og viðskiptaumhverfis á Íslandi. Heiðari virðist renna blóðið til skyldunnar. Heiðar Már er útsjónarsamur fjárfestir með ýmis járn í eldinum hérlendis. Hvort gjaldþrotaskiptabeiðnin sé eingöngu sett fram til að flýta uppgjöri Glitnis, eða hvort um upphafsleik í lengri skák sé að ræða, er ekki auðvelt að segja. Óljóst er hvort hagsmunir Heiðars séu í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli. Aftur á móti er ljóst að hagsmunir þjóðarinnar stangast á við hagsmuni slitastjórnanna með beinum hætti. Slitastjórnirnar, stjórnendur þeirra, starfsfólk og fjöldi ráðgjafa eru í áskrift að háum þóknunum og hafa því beina fjárhagslega hagsmuni af því að draga uppgjörin á langinn. Slitastjórnunum er ekki treystandi til að slátra eigin mjólkurkúm. Fyrir þeim sem eru virkir í efasemdum gæti fléttan horft aðeins öðruvísi við. Krafa Heiðars hljóðar upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Óhætt er að fullyrða að Heiðar hafi ekki greitt fullt verð fyrir kröfuna og áætlar Stjórnarmaðurinn að hún hafi ekki kostað meira en 1,5 milljónir króna. Fyrir þá upphæð hefur Heiðar fengið umtalsverða umfjöllun í öllum fjölmiðlum landsins og rennt frekari stoðum undir þá staðalímynd að Heiðar Már sé einmitt útsjónarsamur fjárfestir. Tvær flugur í einu höggi. Ekki amaleg viðskipti það.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira