UEFA komið með upp í kok af hneykslismálum FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2014 09:45 Vísir/Getty Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Gianni Infantino, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að þar á bæ hafi menn fengið nóg af allri þeirri neikvæðu umræðu sem verið hefur í tengslum við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Infantino sagði að málefni FIFA hafi verið stuttlega rætt á fundi framkvæmdarstjórnar sambandsins á dögunum. „En við skulum ekki gleyma því að þetta er UEFA og við verðum að einbeita okkur að málefnum UEFA,“ sagði Infantino. „Við verðum að sjá til þess að sambandið okkar sé rekið eins fagmannlega og lýðræðislega og kostur er á,“ sagði hann enn fremur. „En hér hafa allir þá tilfinningu ... að þeir hafi fengið upp í kok eftir allar þessar fréttir,“ sagði hann. „Við verðum að einbeita okkur að fótboltanum og það er það sem við erum að gera. En um leið verðum við að sjá til þess að afstaða Evrópu í þessum málum sé skýr og að allir séu sammála um hana.“ Undanfarin fjögur ár hefur mikið verið fjallað um ákvörðun FIFA að halda HM 2018 í Rússlandi og svo í Katar árið 2022. Meðlimir framkvæmdastjórarninnar hafa verið sakaðir um mútuþægni sem og margir hátt settir aðilar innan sambandsins. Nýleg skýrsla sem unnin var af siðanefnd FIFA sýndi að ýmislegt misjafnt átti sér stað í umsóknarferlinu fyrir keppnirnar tvær en engu að síður þótti ekki ástæða til að kjósa aftur. FIFA hefur aðeins birt útdrátt úr skýrslunni. „Það virðist alltaf vera eitthvað nýtt á hverjum degi,“ sagði Infantino. „Það væri vissulega betra að fá þessi mál endanlega á hreint, eins og forseti UEFA [Michel Platini] hefur sagt.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira