Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2014 10:18 "Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Vísir/Valli Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37