Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2014 10:18 "Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Vísir/Valli Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37