Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2014 10:18 "Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Vísir/Valli Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn. Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Ólöf Nordal verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti þingmönnum flokksins skipan nýs ráðherra á þingflokksfundi í Valhöll fyrir stundu. Ólöf tekur við embættinu af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem sagði af sér á dögunum. Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að fundinum loknum að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína. „Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.Frá þingflokksfundinum í morgun í Valhöll.Vísir/GVATuttugasti utanþingsráðherrann Ólöf er lögfræðimenntuð og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur glímt við erfið veikindi eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar í sumar. Hún mun hins vegar hafa náð fullri heilsu og er klár í slaginn. Ólöf er tuttugasti utanþingsráðherrann sem skipaður hefur verið hér á landi. Tveir síðustu voru Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar að Bessastöðum klukkan 13 í dag. Þar mun Hanna Birna formlega segja af sér embætti innanríkisráðherra og Ólöf taka við embætti. Sem kunnugt er óskaði hún eftir því að láta af embætti í kjölfar þess að aðstoðarmaður hennar var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að leka persónulegum upplýsingum um hælisleitanda úr innanríkisráðuneytinu.Tilkynningin frá SjálfstæðisflokknumÞingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að skipa Ólöfu Nordal í embætti innanríkisráðherra. Ólöf tekur við ráðherradómi af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins á ríkisráðsfundi í dag. Samhliða skipun Ólafar færast dómsmálin í innanríkisráðuneytið að nýju.Ólöf var varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjördæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður 2009–2013. Ólöf er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Á þingi sat Ólöf meðal annars í samgöngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd, utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd, fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um stjórnarskrármál.Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún framkvæmdastjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri sölusviðs RARIK, 2004–2005 og yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun, 2002–2004.Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stundakennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga þau fjögur börn.
Tengdar fréttir Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18 Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Hanna Birna: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Hún mun þó áfram sitja sem þingmaður og segist þannig ætla að axla ábyrgð. 21. nóvember 2014 15:18
Ólöf Nordal berst við óvænt veikindi "Ég bjóst ekki við þessu enda er best að búast ekki við svona,“ segir Ólöf Nordal í samtali við Vísi. Illkynja æxli var fjarlægt úr líkama hennar á dögunum. 13. ágúst 2014 16:37