Innlent

Víða hálka

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/anton brink
Í dag er búist við suðvestan 10-18 metrum á sekúndu, hvassast á annesjum norðantil. Suðvestan 8-15 og dálítil él eftir hádegi, en bjart að mestu norðaustantil. Hægari og slydda eða rigning sunnan- og austanlands undir kvöld, en snjókoma inn til landsins. Hiti yfirleitt í kringum frostmark. Suðlæg eða breytileg átt og dálítil él á morgun, en birtir til fyrir norðan og kólnar um land allt.

Færð og aðstæður

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum á Suðurlandi en snjóþekja er nokkuð víða í uppsveitum. Þá er að mestu hálka eða hálkublettir á vegum Vestanlands og víða éljagangur. Snjóþekja og snjókoma á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er einnig hálka, hálkublettir eða snjóþekja og éljagangur en ófært er á Hrafnseyrarheiði og þæfingsfærð á Dynjandisheiði. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði en annars er hálka eða hálkublettir víðast hvar á Norðurlandi.

Á Austur- og Suðausturlandi er að mestu greiðfært en hálkublettir á nokkrum fjallvegum og á kafla milli Lómagnúps og Mýrdalssands en þar er einnig einhver snjóþekja á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×