Aðbúnaður þeirra sem þrífa hótelherbergið þitt Drífa Snædal og Harpa Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2014 13:14 Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af opnun nýrra hótela víðsvegar um Ísland enda hefur fjöldi ferðamanna meira en tvöfaldast á síðustu árum. Það er ljóst að þessir ferðamenn þurfa að gista einhvers staðar og því kemur ekki á óvart að hótelherbergjum fjölgi. Á hinn bóginn taka fáir eftir þeim fjölmörgu starfsmönnum sem sinna hótelþrifum, en daglega þrífa hótelþernur þúsundir hótelherbergja á Íslandi. Líkt og annars staðar í heiminum eru það fyrst og fremst konur með erlendan bakgrunn sem sinna þessum störfum. Hótelþrif er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið undir mikilli tímapressu. Þeir sem unnið hafa við hótelþrif vita að fæstir endast lengi í slíku starfi þar sem álagið er gríðarlega mikið og það er vel þekkt að starfsfólk þjáist oft af álagstengdum verkjum og stressi. Dagana 3. til 10. desember næstkomandi vekja stéttarfélög víða um heim athygli á vinnuaðbúnaði hótelþerna og beina kastljósinu að þessum erfiðu störfum sem unnin eru daglega á milljónum hótela um allan heim. Markmiðið með þessar alþjóðaherferð er að opna augu hótelgesta fyrir þessum störfum en um leið þrýsta á atvinnurekendur að bæta starfsaðbúnað og starfskjör þeirra sem sinna hótelþrifum.Erfitt og hættulegt starf Á bakvið lúxusinnréttingar og glæsilega ásýnd hótela leynast oft á tíðum hættulegar vinnuaðstæður og mikið vinnuálag þar sem illa launað starfsfólk lyftir þungum dýnum, flytur húsgögn, þurrkar af gólfum og innréttingum, þrífur margskonar óhreinindi og salerni. Við þessi þrif notar starfsfólk oft hættuleg hreinsiefni, eru undir mikilli tímapressu og síðast en ekki síst verða þeir oft fyrir margskonar áreitni frá hótelgestum. Þegar stéttarfélög ræða við félagsmenn sem sinna þessum störfum er algengt að þeir kvarti undan vinnuálaginu og þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Vinnuhraðinn er mikill og ávallt verið að keppa við klukkuna. Þau sem sinna hótelþrifum þurfa að þrífa ákveðinn fjölda herberga á hverjum degi. Í flestum tilfellum má lítið út af bregða til að álagið verði óbærilegt, þannig þarf ekki nema einn starfsmaður að vera veikur til að erfitt sé að uppfylla kvótann sem starfsfólki er ætlað. Í slíkum tilvikum er algengt að starfsfólk sleppi umsömdum kaffitímum til að klára vinnuna á réttum tíma. Þetta mikla vinnuálag hefur gríðarleg áhrif á líkamlega heilsu starfsfólks og eru vinnuslys og veikindi algeng hjá þeim sem sinna hótelþrifum. Þetta hafa fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýnt. Álagið hefur aukist vegna aukinna krafa viðskiptavina, en ekki síður vegna undirmönnunar í kjölfar hagræðinga til að mæta kröfum um arðsemi.Kynferðislegt áreiti algegnt vandamál Fyrir nokkrum árum komust vinnuaðstæður hótelþerna í kastljós fjölmiðla í kjölfar þess að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, var handtekinn fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart hótelþernu á lúxushóteli í New York. Atvikið vakti mikla athygli og beindi sjónum almennings að slæmum aðbúnaði og þeim hættum sem steðja að hótelþernum á hverjum degi. Víðsvegar um heim er algengt að hótelþernur kæri kynferðislegt áreiti og annarskonar ofbeldi af hendi hótelgesta. Norrænar kannanir benda til þess að um 25% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa upplifað kynferðislegt áreiti af hálfu gesta. Jafnvel þó engar opinbera tölur liggi fyrir á Íslandi verður að telja líklegt að ástandið sé engu skárra hér á landi.Einföld ráð til að bæta aðbúnað Það er mikilvægt að muna að atvinnurekendur bera ábyrgð á starfsöryggi og aðbúnaði starfsfólks síns. Eigendur hótela geta á einfaldan máta bætt það vinnuumhverfi sem hótelþernur búa við á fjölmörgum hótelum í dag og þannig minnkað líkur á vinnuslysum og veikindum: •Starfsfólk við hótelþrif fái viðeignadi starfsþjálfun og menntun. •Starfsfólk fái tækjabúnað, vinnufatnaði og hreinlætisvörur sem standist allar öryggiskröfur. •Starfsfólk fái öryggisbúnað til að verjast áreiti og ofbeldi. •Starfsfólk vinni í teymum til að dreifa álaginu og auka öryggi sitt. •Settar séu raunhæfar kröfur á starfsfólk varðandi þann fjölda herberja sem ætlast er til að þrifin séu á hverjum degi. •Huga að því við hönnun hótelherbergja að auðvelt sé að þrífa þau. Að lokum er mikilvægt að minna alla þá sem nýta sér hótel hér á landi eða annars staðar að hótelþernur og annað hótelstarfsfólk vinnur mikilvæg og oft á tíðum vanþakklát störf. Þau eru flest á lágum launum, starfa við erfiðan aðbúnað, undir miklu álagi, en þrátt fyrir það reyna þau á hverjum degi að gera vist þina eins ánægjulega og hægt er.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun